Rangur taxti á launaútreikningi ungmenna í vinnuskóla

Tilkynningar

Í vikunni voru greidd út laun til ungmenna 17 ára og yngri í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir launatímabilið 20. maí – 19. júní. Rangur taxti (lægri taxti) var notaður við útkeyrslu launanna og er unnið að leiðréttingu. Gera má ráð fyrir að leiðréttingin skili sér í dag.

Gera má ráð fyrir að leiðréttingin skili sér í dag

Í vikunni voru greidd út laun til ungmenna 17 ára og yngri í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir launatímabilið 20. maí – 19. júní. Rangur taxti (lægri taxti) var notaður við útkeyrslu launanna og er unnið að leiðréttingu.  Allar upplýsingar um laun, vinnutíma og tímabil vinnu í vinnuskóla auk almennra upplýsingar má finna á upplýsingasíðu vinnuskólans. Einnig má hafa beint samband við skrifstofu vinnuskólans sem staðsett er í Menntasetrinu við Lækinn, Skólabraut  1, í síma 565-1899 og á gegnum netfangið: vinnuskoli@hafnarfjordur.is. Skrifstofan er opin frá kl. 8–16 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 8–14 á föstudögum.

Um 1.300 ungmenni við störf í vinnuskóla sumarið 2023

Vinnuskóli Hafnarfjarðar er hugsaður sem fyrsti vinnustaður barna og ungmenna þar sem þau fá að upplifa það að vera á vinnumarkaði og læra að vera hluti af honum í öruggu starfsumhverfi. Í ár starfa við vinnuskólann 1.091 ungmenni á aldrinum 17 ára og yngri við fjölbreytt störf á 57 starfstöðvum um allan bæ. 186 ungmenni 18 ára og eldri eru starfandi hjá vinnuskólanum.

Ábendingagátt