Saga Hafnarfjarðar í stuttu máli og myndum

Verkefnasögur

Saga Hafnarfjarðar hefur fengið nýja síðu á vef bæjarins. Vefurinn er afar vel heppnaður. Hann er með fróðleiksmolum um lykilatburði í sögu Hafnarfjarðar. Uppsetningin er hressileg og grípur augað.

Hressilegur söguvegur sem gaman er að skoða

FH og Haukar hafa tekist á frá fyrstu viðureign. Það má sjá á glænýrri vefsíðu innan vefs Hafnarfjaðrarbæjar sem segir sögu bæjarins á myndrænan hátt. Vefurinn er afar vel heppnaður. Hann er með fróðleiksmolum um lykilatburði í sögu Hafnarfjarðar. Uppsetningin er hressileg og grípur augað.

„Já, það var skemmtilegt að sjá að þessi tvö íþróttafélög, FH og Haukar, hafa frá fyrstu viðureignin tekist á. Þá endaði leikurinn í slagsmálum. Rígurinn milli félaganna er því frá fyrstu stundu. Þetta má sjá í sögu Hafnarfjarðar,“ segir Ingvar Högni Ragnarsson, verkefnastjóri stafrænna verkefna hjá Hafnarfjarðarbæ.

Listileg hönnun sögunnar

Ingvar hafði yfirumsjón með vinnslu vefjarins og vann með Metal sem sá um hönnun, Avista sem sá um vefforritun og  fulltrúum Byggðasafnsins, sem sáu um textaskrif og völdu myndar á vefnum. Hönnunin er listileg og tæknileg enda uppfærist íbúatalan á meðan skrunað er niður söguna  og nýiir fróðleiksólar  birtast.

„Saga Hafnarfjarðar var verk sem við byrjuðum á þegar við endurhönnuðum aðalvef bæjarins, hafnarfjordur.is. Okkur fannst skemmtilegt að geta náð utan um sögu bæjarins á vefnum á einfaldan hátt. Vefurinn er hugsaður sem skemmtileg viðbót. Það er mikilvægt að geta séð hvernig bærinn okkar hefur þróast og stækkað,“ segir hann. Samhliða lykilatburðunum sem nefndir eru á vefnum má sjá hvernig íbúafjöldinn eykst og Hafnarfjörður þroskast sem samfélag.

„Við vildum setja söguna fram með myndrænum hætti og nú þegar íbúar eru orðnir fleiri en 30 þúsund verður meiri áskorun að velja hvað stendur upp úr, því það er svo margt merkilegt að gerast. Þetta er lifandi verkefni sem mun sífellt bæta við skemmtilegu efni“

Ábendingagátt