Sameiginlegt sérstakt hópastarf félagsmiðstöðva

Fréttir

Hinsegin hittingur í Hafnarfirði, betur þekkt sem HHH, er sameiginlegt sértækt hópastarf félagsmiðstöðva í Hafnarfirði. Opið er alla fimmtudaga í félagsmiðstöðinni Setrinu í Setbergsskóla. Í haust fór af stað þriðja starfsár HHH og hefur mæting gengið vel. Þau ungmenni sem sækja starfið eru bæði nemendur í grunnskólum í Hafnarfirði og annars staðar af höfuðborgarsvæðinu. 

Þriðja starfsár HHH er hafið

Hinsegin hittingur í Hafnarfirði, betur þekkt sem HHH, er sameiginlegt sértækt hópastarf félagsmiðstöðva í Hafnarfirði. Opið er alla fimmtudaga í félagsmiðstöðinni Setrinu í Setbergsskóla. Fyrirmynd HHH er Hinsegin félagsmiðstöðin í Reykjavík þar sem hittingar og hópastarf hafa gengið vonum framar. Í haust fór af stað þriðja starfsár HHH og hefur mæting gengið vel. Þau ungmenni sem sækja starfið eru bæði nemendur í grunnskólum í Hafnarfirði og annars staðar af höfuðborgarsvæðinu. 

  • Í HHH starfar fjölbreyttur hópur fagfólks, starfsmaður við kennslu í grunnskóla, starfsmaður á leikskóla og nemar í BA og M.ed námi í Tómstunda- og félagsmálafræði. Allt starfsfólkið hefur mikla reynslu á því að vinna í skipulögðu tómstundastarfi í Hafnarfirði.  
  • Í HHH eru öll velkomin, hvort sem þau skilgreina sig hinsegin, eru í hinsegin hugleiðingum eða eru bandamenn hinsegin samfélagsins.  

Klúbbarnir skipulagðir út frá áhugasviði

Opnunartími unglingastarfs HHH er á fimmtudögum frá klukkan 19:30 – 22:00 þær opnanir eru fyrir ungmenni á unglingastigi í grunnskóla, 8. – 10. bekk. Þessir einstaklingar hafa einnig aðgang að skipulögðu hópastarfi tvisvar í mánuði. Hópastarfið fer fram á milli 17:00 – 19:00 og eru klúbbarnir skipulagðir út frá áhugasviði ungmennana, þeir klúbbar sem verða í boði fram að jólum eru Dragklúbbur og Matarklúbbur.  Opið verður tvisvar í mánuði fyrir nemendur á miðdeildarstigi í grunnskóla í 5. – 7. bekk. Þær opnanir verða á móti hópastarfinu og eru frá 17:00 – 19:00. Markmið starfsins sem HHH býður upp er að búa til öruggt rými þar sem börn og unglingar fá svigrúm til að blómstra.  

Hægt er að fylgjast með HHH á Instagram (@hinseginhittingurihfj) eða Facebook þar dagskrá auglýst og annað skemmtilegt úr starfinu.

Kynnið ykkur starf félagsmiðstöðvanna

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan 2024 stendur yfir dagana 14. – 18. október.
Foreldrar, forsjáraðilar, systkini og önnur áhugasöm eru hvött til að kynna sér starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa í Hafnarfirði og hvetja börn sín og ungmenni til virkrar þátttöku.

Ábendingagátt