Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Lífsgæðasetur St.Jó nálgast óðfluga þau sögulegu og merku tímamót að fylla allar hæðir og öll rými í gamla St. Jósefsspítala af starfsemi sem tengja má heilsu, lífsgæðum og sköpun. Nú hafa 16 fyrirtæki og félagasamtök komið sér fyrir í setrinu og eru þegar farin að bjóða þjónustu sem er til þess fallin að efla líðan og heilsu fólks á öllum aldri. Á sumardaginn fyrsta var blásið til hátíðar og húsið opnað sérstaklega í tilefni af opnun nýrrar hæðar og móttöku nýrra fyrirtækja og samtaka í húsið. Unnið er að framkvæmdum í kjallara og í kapellu. Að öðru leyti er húsið fullbúið og öll rými þegar þéttsetin.
Lífsgæðasetur St.Jó nálgast óðfluga þau sögulegu og merku tímamót að fylla allar hæðir og öll rými í gamla St. Jósefsspítala af starfsemi sem tengja má heilsu, lífsgæðum og sköpun. Nú hafa 16 fyrirtæki og félagasamtök komið sér fyrir í setrinu og eru þegar farin að bjóða þjónustu sem er til þess fallin að efla líðan og heilsu fólks á öllum aldri. Fleiri bætast við á næstu dögum og vikum. Á sumardaginn fyrsta var blásið til hátíðar og húsið opnað sérstaklega í tilefni af opnun nýrrar hæðar og móttöku nýrra fyrirtækja og samtaka í húsið. Unnið er að framkvæmdum í kjallara og í kapellu. Að öðru leyti er húsið fullbúið og öll rými þegar þéttsetin.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sagði nokkur vel valin orð í upphafi hátíðar í Lífsgæðasetri St. Jó á sumardaginn fyrsta.
„Um leið og bærinn eignaðist St. Jósefsspítala fyrir rétt um fimm árum þá fór af stað hugmyndavinna og í framhaldinu framkvæmdir sem í dag eru að skila Hafnarfirði lífsgæðasetri og samfélagi fyrirtækja sem veita fjölbreytta heilsutengda þjónustu fyrir alla aldurshópa. Þetta fallega og sögufræga hús okkar Hafnfirðinga hefur öðlast fyrri reisn og virðingu og fyllst lífi og góðri starfsemi á nýjan leik,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Fjöldi gesta sótti setrið heim á sumardaginn fyrsta. Húsið hefur verið fært sem næst sinni upprunalegu mynd með frönskum gluggum og fallegum viðarhurðum.
Fjöldi gesta sótti setrið heim á sumardaginn fyrsta og fékk kynningu á þjónustu þeirra sem aðsetur hafa í húsinu.
Hafnarfjarðarbær eignaðist St. Jósefsspítala sumarið 2017 og skuldbatt sig samhliða til að reka almannaþjónustu í fasteigninni að lágmarki í 15 ár frá undirritun samnings og hefja rekstur í eigninni innan 3 ára frá undirritun samnings. Tveimur árum frá undirritun samnings, á 92 ára vígsluafmæli hússins þann 5. september 2019, var húsið opnað formlega sem lífsgæðasetur og samhliða fluttu inn fimmtán fyrirtæki. Nú rétt tæpum fimm árum síðar eru allar hæðir, að undanskildum kjallara og kapellu, komnar í fulla notkun.
Húsnæði St. Jó hefur gengið í endurnýjun lífdaga eins og sjá má.
Gamla húsnæði St. Jósefsspítala er reisulegt hús í hjarta Hafnarfjarðar, fyrrum sjúkrahús á fjórum hæðum ásamt kapellu. Stærð hússins er 2.829 m² og er húsið byggt á árunum 1926, 1973 og 2006. Byggingin stendur á 4.467,2 m² eignarlóð sem skilgreind er sem lóð undir samfélagsþjónustu. Kaupverð var 100 milljónir króna og fór afhending á eign fram 15. ágúst 2017. Þetta fallega og sögufræga hús hefur á þessum tæpum fimm árum farið í gegnum miklar endurbætur og nú iðar húsið af lífi þar sem samtök, fyrirtæki og einstaklingar sinna fjölbreyttri starfsemi sem öll hefur það að markmiði að bæta lífsgæði fólks. Nýverið afhenti Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowreglunnar á Íslandi Alzheimersamtökunum og Parkinsonsamtökunum 530 fermetra húsnæði til afnota fyrir starfsemi samtakanna á 3ju hæð.
Eftirtaldin fyrirtæki og félagasamtök hafa nú aðstöðu í Lífsgæðasetri St. Jó og bjóða upp á margvíslega þjónustu og meðferðir sem auka lífsgæði sinna skjólstæðinga. Þjónustuaðilar sem bjóða upp á hefðbundnar og óhefðbundnar meðferðir í Lífsgæðasetri St. Jó eru með viðurkennda menntun og starfsleyfi, ef við á. Á næstu vikum og mánuðum munu bætast enn fleiri aðilar í hópinn. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist á 1. hæð í byrjun ágúst 2022.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…