SAMGUS fundar í Hafnarfirði

Fréttir

Aðal- og vorfundur SAMGUS – Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra – var haldinn í Hafnarfirði dagana 6. – 8.apríl 2022. Fundarhöld í Hafnarfirði hófust með um 80 manna afmælisráðstefnu á fyrsta degi og um 40 manns funduðu áfram alla þrjá dagana. Margir hverjir nýttu tækifærið og hreiðruðu um sig á hafnfirskum hótelum þessa daga og nutu alls þess sem Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða í umhverfi, upplifun og veitingum. 

Aðal- og vorfundur SAMGUS – Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra – var haldinn í Hafnarfirði dagana 6. – 8.apríl 2022. Fundarhöld í Hafnarfirði hófust með um 80 manna afmælisráðstefnu á fyrsta degi og um 40 manns funduðu áfram alla þrjá dagana. Margir hverjir nýttu tækifærið og hreiðruðu um sig á hafnfirskum hótelum þessa daga og nutu alls þess sem Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða í umhverfi, upplifun og veitingum. 

IMG_2699SAMGUS hópurinn í klausturgarði Karmelklaustursins að Ölduslóð. Hér með nunnunum og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

Hátíðin hófst með 30 ára afmælisráðstefnu

SAMGUS dagarnir hófust með 30 ára afmælisráðstefnu í Hásölum safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 6. apríl sem bar yfirskriftina: Grænu svæðin og lofslagsmálin – frá hönnun til umhirðu. Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um stokka og steina, þýðingu töfra náttúrunnar, náttúru í hinu byggða umhverfi, villtan gróður og sláttur, kolefnisbindingu á slegnu grasi, skipulag svæða og götutré. Byggðasafnið og Sívertsenhúsið á Vesturgötu var heimsótt, sýningin skoðuð og sagan sögð af Birni Péturssyni bæjarminjaverði. Hópurinn heimsótti starfsstöð Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2 sem hýsir allar starfseiningar umhverfis- og skipulagssviðs. Glæsilegt og tiltölulega nýlegt húsnæði bæjarins skoðað og starfsemin kynnt af Birni Bögeskov Hilmarssyni forstöðumanni þjónustumiðstöðvar. 

IMG_2496SAMGUS veislan hófst með 30 ára afmælisráðstefnu sem bar yfirskriftina: Grænu svæðin og lofslagsmálin – frá hönnun til umhirðu.

Heimsókn í Karmelklaustrið í Hafnarfirði

Nunnurnar í Karmelklaustrinu á Ölduslóð hafa haft mikil áhrif á hafnfirskt samfélag og hafa verið samofnar menningu bæjarins og lífi í hartnær 80 ár. Karmelklaustrið fékk heiðursskjöld Snyrtileikans árið 2020 fyrir glæsilegan klausturgarðinn. Nunnurnar tóku vel á móti hópnum og sýndu með stolti garðinn sem hefur nær alfarið verið hannaður, útfærður og ræktaður upp af þeim sjálfum með smá utanaðkomandi aðstoð, leiðbeiningum og kennslu m.a. í hellulögnum frá starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar. Þannig kom starfsfólk sveitarfélagsins nunnunum af stað í það verkefni að helluleggja garðinn fyrstu metrana. Nunnurnar sáu svo sjálfar um hellulagninguna að stærstum hluta auk þess sem ein nunnan nam rafmagnsfræði og sá í framhaldinu um að leggja rafmagn og setja upp lýsingu í garðinum. Óhætt er að garðurinn spili stórt hlutverk í þeirra lífi en þar má m.a. finna griðastað fyrir hverja og eina nunnu, ásamt litlum bænahúsum. Mikil ró og kyrrð hvílir yfir þessum fallega klausturgarði. Mikil fjölbreytni er í trjám og gróðri ásamt ræktun grænmetis og berjarunna til eigin nota. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hitti nunnurnar og hópinn í klausturgarðinum og hélt stutta tölu um heimsókn hópsins og gildi Karmelklaustursins fyrir hafnfirskt samfélag.

IMG_2662

Nunnurnar tóku vel á móti hópnum og sýndu með stolti garðinn sem hefur nær alfarið verið hannaður, útfærður og ræktaður upp af þeim sjálfum með smá utanaðkomandi aðstoð, leiðbeiningum og kennslu m.a. í hellulögnum frá starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar. 

Skoðunarferð um Hafnarfjörð

Hópurinn nýtti tímann í Hafnarfirði vel, fór í rútuferð og heimsótti helstu útivistarsvæði bæjarins, skrúðgarð Hafnfrðinga í Hellisgerði og nýbyggingarsvæði í Skarðshlíð, Hamranesi og Áslandi 4. Félagssvæði FH í Kaplakrika var skoðað en þar hefur verið mjög mikil uppbygging og miklar framkvæmdir síðastliðin ár. Hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar fræddi hópinn um starfsemi hafnarinnar, uppbygginguna á hafnarsvæðinu og spennandi framtíðarsýn. Hópurinn endaði hátíð sína í Hafnarfirði með því að halda aðalfund SAMGUS í reiðskemmu Sörla við Kaldárselsveg og endaði formlega heimsókn og aðalfund með heimsókn í Skógrækt Hafnarfjarðar þar sem trjásafnið og bækistöð skógræktarinnar var skoðuð.

Hafnarfjarðarbær þakkar „SAMGUSURUM“ innilega fyrir komuna!

Ábendingagátt