Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Aðal- og vorfundur SAMGUS – Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra – var haldinn í Hafnarfirði dagana 6. – 8.apríl 2022. Fundarhöld í Hafnarfirði hófust með um 80 manna afmælisráðstefnu á fyrsta degi og um 40 manns funduðu áfram alla þrjá dagana. Margir hverjir nýttu tækifærið og hreiðruðu um sig á hafnfirskum hótelum þessa daga og nutu alls þess sem Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða í umhverfi, upplifun og veitingum.
SAMGUS hópurinn í klausturgarði Karmelklaustursins að Ölduslóð. Hér með nunnunum og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar.
SAMGUS dagarnir hófust með 30 ára afmælisráðstefnu í Hásölum safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 6. apríl sem bar yfirskriftina: Grænu svæðin og lofslagsmálin – frá hönnun til umhirðu. Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um stokka og steina, þýðingu töfra náttúrunnar, náttúru í hinu byggða umhverfi, villtan gróður og sláttur, kolefnisbindingu á slegnu grasi, skipulag svæða og götutré. Byggðasafnið og Sívertsenhúsið á Vesturgötu var heimsótt, sýningin skoðuð og sagan sögð af Birni Péturssyni bæjarminjaverði. Hópurinn heimsótti starfsstöð Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2 sem hýsir allar starfseiningar umhverfis- og skipulagssviðs. Glæsilegt og tiltölulega nýlegt húsnæði bæjarins skoðað og starfsemin kynnt af Birni Bögeskov Hilmarssyni forstöðumanni þjónustumiðstöðvar.
SAMGUS veislan hófst með 30 ára afmælisráðstefnu sem bar yfirskriftina: Grænu svæðin og lofslagsmálin – frá hönnun til umhirðu.
Nunnurnar í Karmelklaustrinu á Ölduslóð hafa haft mikil áhrif á hafnfirskt samfélag og hafa verið samofnar menningu bæjarins og lífi í hartnær 80 ár. Karmelklaustrið fékk heiðursskjöld Snyrtileikans árið 2020 fyrir glæsilegan klausturgarðinn. Nunnurnar tóku vel á móti hópnum og sýndu með stolti garðinn sem hefur nær alfarið verið hannaður, útfærður og ræktaður upp af þeim sjálfum með smá utanaðkomandi aðstoð, leiðbeiningum og kennslu m.a. í hellulögnum frá starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar. Þannig kom starfsfólk sveitarfélagsins nunnunum af stað í það verkefni að helluleggja garðinn fyrstu metrana. Nunnurnar sáu svo sjálfar um hellulagninguna að stærstum hluta auk þess sem ein nunnan nam rafmagnsfræði og sá í framhaldinu um að leggja rafmagn og setja upp lýsingu í garðinum. Óhætt er að garðurinn spili stórt hlutverk í þeirra lífi en þar má m.a. finna griðastað fyrir hverja og eina nunnu, ásamt litlum bænahúsum. Mikil ró og kyrrð hvílir yfir þessum fallega klausturgarði. Mikil fjölbreytni er í trjám og gróðri ásamt ræktun grænmetis og berjarunna til eigin nota. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hitti nunnurnar og hópinn í klausturgarðinum og hélt stutta tölu um heimsókn hópsins og gildi Karmelklaustursins fyrir hafnfirskt samfélag.
Nunnurnar tóku vel á móti hópnum og sýndu með stolti garðinn sem hefur nær alfarið verið hannaður, útfærður og ræktaður upp af þeim sjálfum með smá utanaðkomandi aðstoð, leiðbeiningum og kennslu m.a. í hellulögnum frá starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar.
Hópurinn nýtti tímann í Hafnarfirði vel, fór í rútuferð og heimsótti helstu útivistarsvæði bæjarins, skrúðgarð Hafnfrðinga í Hellisgerði og nýbyggingarsvæði í Skarðshlíð, Hamranesi og Áslandi 4. Félagssvæði FH í Kaplakrika var skoðað en þar hefur verið mjög mikil uppbygging og miklar framkvæmdir síðastliðin ár. Hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar fræddi hópinn um starfsemi hafnarinnar, uppbygginguna á hafnarsvæðinu og spennandi framtíðarsýn. Hópurinn endaði hátíð sína í Hafnarfirði með því að halda aðalfund SAMGUS í reiðskemmu Sörla við Kaldárselsveg og endaði formlega heimsókn og aðalfund með heimsókn í Skógrækt Hafnarfjarðar þar sem trjásafnið og bækistöð skógræktarinnar var skoðuð.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…