Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra skrifuðu í dag undir samning um kaup Hafnarfjarðarbæjar á 85% eignarhlut ríkisins í aðalbyggingu St. Jósefsspítala. Fyrir átti Hafnarfjarðarbær 15%.
Við kaupin skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til að reka almannaþjónustu í húsinu að lágmarki í 15 ár frá undirritun samnings. Með almannaþjónustu er átt við starfsemi í félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menningar- eða fræðslustarfsemi eða annarri sambærilega þjónustu sem almenningur sækir í sveitarfélaginu. Hafnarfjarðarbær skuldbindur sig jafnframt til að hefja rekstur í fasteigninni innan 3 ára frá undirritun samnings. Kaupverð er 100 milljónir króna og húsið verður afhent 15. ágúst 2017. Verðið endurspeglar fyrirhugaða nýtingu hússins í almannaþágu. Þá er í samningnum ákvæði um hærra verð verði horfið frá þeim áformum.
Starfshópur um framtíð St. Jósefsspítala var skipaður á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær 29. júní og mun hann kortleggja möguleika og leggja fram tillögu að framtíðarnýtingu húsnæðisins fyrir 10. október n.k. Starfshópinn skipa þau Guðrún Berta Daníelsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Karl Guðmundsson og Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Starfsmaður og verkefnastjóri hópsins er Sigríður Kristinsdóttir, sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar og bæjarlögmaður.
Bæjarfulltrúar Hafnarfjarðarbæjar og fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis hér með ráðherra og bæjarstjóra fyrir utan Bookless Bungalow eftir undirritun kaupsamnings.
„St. Jósefsspítali hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir íbúa og aðra velunnara Hafnarfjarðarbæjar. Mikill vilji er fyrir því að koma húsnæði í gott lag og í notkun sem fyrst. Fjölmargir aðilar hafa þegar sýnt húsnæðinu áhuga bæði til tímabundinna verkefna og til framtíðar litið. Nýskipaður starfshópur mun fá allar hugmyndir og fyrirspurnir inn á borð til sín og marka línurnar,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.
„Við fögnum því að þessu sögufræga húsi verði sýndur fullur sómi og fundið nýtt hlutverk og að ríkið og Hafnarfjarðarbær hafi náð samkomulagi um fyrirkomulag sem tekur tillit til hagsmuna beggja,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra.
Engin starfsemi hefur verið í St. Jósefsspítala frá því að honum var lokað við árslok 2011. Viðræður við sveitarfélagið hafa staðið yfir síðan með hléum. Ítarlegar kannanir hafa farið fram á möguleikum til nýtingar á eignunum á vegum ríkisins, en án árangurs. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tók yfir umsjón með spítalanum árið 2014 frá velferðarráðuneytinu. Heimild hefur verið í fjárlögum síðan árið 2013 fyrir sölunni.
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…