Samþykkt á aðalskipulagsbreytingu 2013-2025 – Hafnarsvæði

Tilkynningar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 31.08. 2022 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 – Hafnarsvæði, þétting byggðar – Suðurhöfn, Flensborgarhöfn og Hamarshöfn.

Samþykkt á breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 – Hafnarsvæði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 31.08. 2022 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 – Hafnarsvæði, þétting byggðar – Suðurhöfn, Flensborgarhöfn og Hamarshöfn. Tillagan var auglýst frá 16.03. til 27.04. 2022 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar – netfang: skipulag@hafnarfjordur.is

Skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar

Fundargerð bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 31. ágúst 2022 – sjá lið 2 

Tillaga í auglýsingu dagana 16.03 – 27.04.2022

Ábendingagátt