Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Byggðasafn Hafnarfjarðar er minja- og ljósmyndasafn bæjarins. Safnið hefur það mikilvæga hlutverk að safna og skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka muni og minjar sem tengjast menningarsögu svæðisins og kynna fyrir gestum og gangandi. Starfsemi Byggðasafnsins nær til sex safnstaða.
Á Strandstígnum má finna ljósmyndasýningu sem varpar ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði.
Pakkhúsið að Vesturgötu 6
Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning. Fastasýningin tekur á sögu Hafnarfjarðar og nágrennis í máli og myndum. Sagan er rakin frá landnámi til okkar daga. Þar er meðal annars hægt að fræðast um þýska og enska tímabilið, verslunarsöguna, útgerðarsöguna, íþróttasöguna, hernámið og kvikmyndahúsin. Leikfangasýningin er vinsæl og þá sér í lagi meðal barna. Þar má skoða fjöldann allan af leikföngum sem skipt er út reglulega þannig að alltaf er eitthvað nýtt og ferskt að sjá. Þemasýningin í forsal Pakkhússins þetta sumarið ber nafnið Í skjóli klausturs og er henni ætlað að varpa ljósi á 80 ára sögu Karmelklaustursins í Hafnarfirði og starfsemi þess með mjög myndrænum og áhugaverðum hætti.
Sívertsen húsið að Vesturgötu 6
Sívertsen húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen. Hann var mikill athafnamaður í Hafnarfirði á árunum 1794-1830 og rak þá útgerð, verslun og skipasmíðastöð í bænum. Húsið hefur verið gert upp í upprunalega mynd og er þar sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar, auk þess sem varpað er ljósi á merkilega sögu Bjarna Sívertsens og fjölskyldu hans.
Safnstaðir í miðbæ Hafnarfjarðar eru sex talsins, sjö með Hafnarborg.
Bungalow að Vesturgötu 32Bungalow var byggt sem íbúðarhús fyrir skosku bræðurna Harry og Douglas Bookless árið 1918. Þeir ráku umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Bræðurnir voru áhrifamiklir og langstærstu atvinnurekendurnir í bænum um árabil. Eftir daga Bookless Bros tók annað breskt fyrirtæki, Hellyer Bros Ltd frá Hull, við eignum fyrirtækisins og rak blómlega útgerð um tíma. Húsið var opnað eftir endurbætur árið 2008 og er þar að finna sýningu um tímabil erlendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Þar að auki má sjá þar stássstofu þeirra Bookless-bræðra.
Beggubúð að Vesturgötu 6 Beggubúð er verslunarminjasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar. Húsið, sem byggt var árið 1906, stóð áður við aðalverslunargötu bæjarins. Húsið var síðan flutt á lóð safnsins, gert upp og opnað sem sýningahús árið 2008.
Siggubær að Kirkjuvegi 10 Erlendur Marteinsson sjómaður byggði Siggubæ árið 1902. Dóttir hans, Sigríður Erlendsdóttir, var tíu ára gömul þegar hún flutti í húsið og bjó þar allt til ársins 1978, þegar hún fluttist á elli- og hjúkrunarheimilið Sólvang. Bær hennar er varðveittur sem sýnishorn af heimili verkamanns og sjómanns í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar, þar sem hægt er að upplifa og kynnast því hvernig alþýðufólk í bænum bjó á þeim tíma.
StrandstígurinnStrandstígurinn liggur frá Norðurbakka að Flensborgarhöfn og er vinsæll bæði meðal gangandi og hjólandi vegfarenda. Á Strandstígnum er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar eru settar upp ljósmyndasýningar er varpa ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði.
Auðvelt er að skipuleggja heilan dag með fjölskyldu eða vinum í Hafnarfirði. Tilvalið er að byrja daginn á sundferð í Ásvallalaug eða Suðurbæjarlaug, skella sér á kaffihús eða í bakarí að sundferð lokinni og upplifa svo miðbæinn eða upplandið, hjólandi eða gangandi. Það er hægur leikur að rölta safna á milli í miðbænum, síðan eru álfar og ævintýri í Hellisgerði í aðeins fimm mínútna göngufjarlægð. Einstakt útsýni yfir mynni Hafnarfjarðar er frá Norðurbakkanum, hönnun, sköpun og handverk er alls ráðandi við Flensborgarhöfn í bland við lífið á höfninni, báta og skip af öllum stærðum og gerðum.
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…