Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Vandaður, fallegur upplestur ómaði um Víðistaðakirkju þegar átján nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni 2024. Á hátíðinni var ríkulegri uppskeru fagnað með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.
Auðunn Sölvi Hugason, Setbergsskóla, sigraði í Stóru upplestarkeppninni 2024 sem haldin var í Víðistaðakirkju sídegis í gær. Axel Høj Madsson, Áslandsskóla, var í öðru sæti og Gerður Lind Pálmadóttir, Lækjarskóla, í því þriðja. Átján nemendurnir tóku við viðurkenningu úr hendi Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
„Ég vil þakka krökkunum fyrir sitt frábæra framlag. Þau stóðu sig, eins og þið vitið sem hér hlýdduð á, alveg frábærlega,“ sagði forsetinn við athöfnina. „Framtíðin er björt með kynslóð af þessu tagi.“
Já, vandaður, fallegur upplestur ómaði um Víðistaðakirkju þegar átján nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni 2024. Nemendurnir fluttu brot úr skáldverkinu Hetja, eftir Björk Jakobsdóttur og ljóð úr bókinni 2. umferð eftir skáld keppninnar, Braga Valdimar Skúlason. Þau Björk og Bragi Valdimar voru í salnum og hlýddu einnig á upplesturinn.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hvatti þau einnig áfram og hrósaði fyrir þeim fyrir lesturinn. „Þið eruð öll sigurvegarar sem eruð hér komin sem fulltrúar ykkar skóla,“ sagði hún. „Þið eigið eftir að komast að því með aldri og árum hvað það er mikilvægt að geta komið fram, talað við fólk í litlum og stórum hópum. Komið hugsunum sínum og skoðunum á framfæri. Bæði í ræðu og riti.“
Dómnefnd valdi sigurvegarana úr flottum hópi fulltrúa sinna skóla og veitti þeim sérstaka viðurkenningu. Dómnefndina í ár skipuðu Björk Einisdóttir formaður, Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Árni Sverrir Bjarnason og Vilhjálmur B. Bragason. Kynnir og stjórnandi hátíðarinnar var Ingibjörg Einarsdóttir. Reynir Örn Sigrúnarson sem varð i 3. sæti í fyrra kynnti ljóðskáld keppninnar og Karen Hrönn Guðjónsdóttir, sigurvegari keppninnar 2023 kynnti skáldið. Rósa Guðbjartsdóttir hélt ávarp.
Nemendur í 4. bekk og þátttakendur í Litlu upplestrarkeppninni 2023 stigu fram sem talkór. Kórinn er eitt af einkennum Litlu upplestrarkeppninnar sem er sprotaverkefni út frá Stóru upplestrarkeppninni. Hún er ætluð nemendum í 4. bekkjum grunnskólanna og hefur sama undirliggjandi markmið og tilgang en öðruvísi nálgun og sú stóra. Þá las Antonella De Las Nieves Lopez las ljóð á spænsku.
Axel, Rósa bæjarstjóri, Gerður og Auðunn eftir góða uppskeru í Víðistaðakirkju.
Á hátíðinni voru viðurkenningar veittar fyrir smásagnasamkeppni 8. – 10. bekkjar og í samkeppni um verðlaunamynd á boðskort lokahátíðarinnar.
Birta Jóhannsdóttir í 8. Bekk í Öldutúnsskóla sigraði í smásagnasamkeppni. Í öðru sæti Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir í 9. bekk í Áslandsskóla og Sunna Björk Magnúsdóttir nemandi í 9. bekk í Víðistaðaskóla var svo í því þriðja, rétt eins og í fyrra.
Hildur Andrésdóttir úr 6. bekk Lækjarskóla hlaut viðurkenningu fyrir hönnun boðskorts keppninnar.
Fanney Dóróthe, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, Hildur Andrésdóttir og Guðbjörg Dögg skólastjóri Lækjarskóla.
Stóra upplestrarkeppnin hófst sem tilraunaverkefni um upplestur í Hafnarfirði veturinn 1996-1997. Síðan hefur keppnin stækkað og eflst svo um munar. Hún hefur um árabil einnig verið haldin á landsvísu.
Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, héldu utan um keppnina til 25 ára en síðustu þrjú árin hafa sveitarfélögin og skólasamfélagið á hverjum stað staðið að keppninni. Í Hafnarfirði nýtur skólasamfélagið enn góðs af faglegri aðstoð Ingibjargar Einarsdóttur, upphafsaðila Stóru upplestrarkeppninnar á Íslandi, sem á enn veg og vanda að lokahátíðinni í Víðistaðakirkju.
„Ég vil þakka Ingibjörgu sérstaklega, sem við köllum móður upplestrarkeppninnar,“ sagði bæjarstjórinn við þetta tækifæri.
Gerður Lind Pálmadóttir, Lækjarskóla
Arnar Logason, Skarðshlíðarskóla
Guðrún Telma Steindórsdóttir, Hraunvallaskóla
Aðalheiður V. Ragnarsdóttir, Engidalsskóla
Elma Kolbrún Bjarnadóttir, Víðistaðaskóla
Axel Høj Madsson, Áslandsskóla
Andrea Laxdal, Hvaleyrarskóla
Klara Lýðsdóttir, Öldutúnsskóla
Auðunn Sölvi Hugason, Setbergsskóla
Lena Guðrún Birkisdóttir, Hvaleyrarskóla
Hulda Þorradóttir, Lækjarskóla
Þórey Eva Þórisdóttir, Hraunvallaskóla
Nökkvi Leó Kristjánsson, Skarðshlíðarskóla
Viðja Elísabet Magnúsdóttir, Engidalsskóla
Eva Björk Sturludóttir, Víðistaðaskóla
Kolbrún Hilmarsdóttir, Áslandsskóla
Stormur Björnsson, Öldutúnsskóla
Sara María Sigþórsdóttir, Setbergsskóla
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…