Skáklíf eflt með grunnskólamóti og hvetjandi gjöfum

Fréttir

Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði stóð í gær að grunnskólaskákmóti 5. -7. bekkja úrvalsskáksveita níu grunnskóla Hafnarfjarðar. Teflt var með nýjum töflum sem Hraunborg lagði til mótsins og færði klúbburinn hverjum grunnskóla í bænum tvö töfl að gjöf að móti loknu.

Hraunborg heldur grunnskólamót og færir öllum grunnskólum töfl að gjöf

Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði stóð í gær að grunnskólaskákmóti 5. -7. bekkja úrvalsskáksveita níu grunnskóla Hafnarfjarðar. Teflt var með nýjum töflum sem Hraunborg lagði til mótsins og færði klúbburinn hverjum grunnskóla í bænum tvö töfl að gjöf að móti loknu. Mótstýring og dómgæsla var í höndum Helga Ólafssonar, eins fremsta og þekktasta stórmeistara Íslands. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, lék upphafsleik skákmótsins.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri lék upphafsleik skákmótsins. Mótstýring og dómgæsla var í höndum Helga Ólafssonar, eins fremsta og þekktasta stórmeistara Íslands.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri lék upphafsleik skákmótsins. Mótstýring og dómgæsla var í höndum Helga Ólafssonar, eins fremsta og þekktasta stórmeistara Íslands.

Börnin fyrst og fremst eru einkunnarorð Kiwanis

Sex skákmenn tefldu í hverri skólasveit og skákmenn þeirra þriggja skáksveita sem náðu hæstri vinningatölu og liðsstjóri þeirra voru sæmdir verðlaunapeningum. Hlutskörpustu skáksveitirnar voru skásveitir Áslandsskóla, Hvaleyrarskóla og Öldutúnsskóla. Spennan stigmagnaðist eftir því sem leið á og enduðu leikar þannig að skólasveitir Öldutúnsskóla og Hvaleyrarskóla voru jafnar í leikslok með 24 1/2 vinning. Þá réðu innbyrðis viðureignir og stóð sveit Öldutúnsskóla uppi sem  sigurvegari. Sigursveit Öldutúnsskóla tók við glæstum sigurbikar sem verður farandbikar til varðveislu í viðkomandi skóla fram að næsta grunnskólamóti sem til stendur að halda árlega. Með grunnskólaskákmótinu stefnir stjórn Kiwanisklúbbsins Hraunborgar að því að ýta undir og efla skáklíf í Hafnarfirði og það einkum innan grunnskólanna. Einkunnarorð Kiwanishreyfingarinnar hér á landi eru Börnin fyrst og fremst og hefur Hraunborg í Hafnarfirði lagt sig fram um að halda þeim orðum á lofti í verkefnum sínum og framtaki og einkum látið sig varða hag og heill barna og ungmenna í bænum.

Sigursveit Öldutúnsskóla tók við glæstum farandbikar til varðveislu fram að næsta grunnskólamóti.

Sigursveit Öldutúnsskóla ásamt fyrirliða og þeim Guðna Frey Ingvasyni og Gunnþóri Ingasyni hjá Kiwanisklúbbi Hraunborgar.

Barnaskák fyrir byrjendur hefst á ný í Hafnarfirði 

Skákdeild Hauka hefur, eftir smá umhugsun og hvatningu frá heilsubænum Hafnarfirði, ákveðið að fara aftur af stað með barnastarf í skák eftir svolítið hlé. Markhópurinn er byrjendur í skák á grunnskólaaldri og mun þátttaka vera ókeypis til að byrja með.

Ábendingagátt