Barnaskák fyrir byrjendur hefst á ný

Fréttir

Skákdeild Hauka hefur ákveðið að fara aftur af stað með barnastarf í skák eftir svolítið hlé. Markhópurinn er byrjendur í skák á grunnskólaaldri, miðað er við að nemendur kunni mannganginn. Kennsla fer fram í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum og hefjast leikar þriðjudaginn 4. apríl.

Kennsla hefst hjá Skákdeild Hauka á Ásvöllum þann 4. apríl

Skákdeild Hauka hefur, eftir smá umhugsun og hvatningu frá heilsubænum Hafnarfirði, ákveðið að fara aftur af stað með barnastarf í skák eftir svolítið hlé. Markhópurinn er byrjendur í skák á grunnskólaaldri og áhersla lögð á að kenna byrjanir, endatöfl og grunntaktík. Miðað er við að nemendur kunni mannganginn. Kennsla fer fram í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum á þriðjudögum frá kl. 17-18:30 og hefjast leikar þriðjudaginn 4. apríl. Kennt verður í apríl og maí og svo aftur frá og með hausti. Kennari er Jóhann Arnar Finnsson og mun þátttaka vera ókeypis til að byrja með.

Skráning og fyrirspurnir í gegnum netfangið: haukarskak@simnet.is

Upplifun og ánægja af skák ólík eftir einstaklingum

Skák er leikur sem ber keim af ýmsum íþróttum en er á sama tíma skyld listunum enda upplifun og ánægja þeirra sem tefla ólík eftir einstaklingum. Þannig elska margir hreinlega bara tilfinninguna sem fæst við að tefla, aðrir fá mikið út úr því að sigra mótspilarann meðan enn aðrir sækjast í þá tilfinningu með myndast þegar falleg leikflétta gengur upp. Skák er tiltölulega ódýr íþrótt/list og er reglubundin ástundun talin bæta meðal annars námsárangur, félagslega virkni og færni og ánægju.

Ábendingagátt