Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sviðslistahópurinn Þríradda samanstendur af Írisi Ásmundar, Benedikti Gylfa og Hönnu Hulda. Þau koma öll úr mismunandi listgreinum, en sameina krafta sína til að skapa sviðsverk í fjórum hlutum á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði, sem verður sýnt þann 12. ágúst í Hafnarborg.
„Við erum þrjú sem stöndum á bakvið Sviðslistahópinn Þríradda, ég sjálf (Íris Ásmundar), Benedikt Gylfa og Hanna Hulda. Við komum öll úr mismunandi listgreinum og erum að sameina krafta okkar til að skapa sviðsverk í 4 hlutum á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði sem verður sýnt þann 12. ágúst í Hafnarborg.“
Þríradda
„Við í Sviðslistahópnum Þríradda erum að skapa sviðsverk sem sameinar tónlist, kvikmyndagerð og danslist og byggir á hugarheimi persóna sem tilheyra klassískri sinfóníu. Verkið snertir á hugmyndum og tilfinningum líkt og egói, óöryggi, fullkomnun, mikilmennsku, tilfinningunni um að vera á stað sem manni finnst maður ekki eiga heima á, og hvernig meðvirknin með þeim aðstæðum birtist sem uppbygging og spor í hliðarsjálfinu. Línurnar á milli raunveruleikans og hliðarheimsins verða óskýrar, og við könnum hvernig hugmyndin um eigið sjálf sveiflast milli þessa tveggja heima.“
Íris er 24ra ára dansari úr Hafnarfirði. Íris ákvað snemma að hún vildi leggja fyrir sig dansinn, og fór fyrst út í fimm vikna sumarskóla hjá Boston Ballet fjórtán ára gömul. Næstu sumur hélt hún til New York, San Francisco og Frome í Englandi og sótti þar sumarnám hjá American Ballet Theatre, Alonzo King LINES Ballet og Mark Bruce Company.
Eftir útskrift frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og af klassískri listdansbraut frá Listdansskóla Íslands vorið 2018, hélt Íris út til London til þess að stunda nám við Rambert School of Ballet and Contemporary Dance. Þar fékk hún meðal annarra tækifæri til að sýna í Royal Opera House og vinna með danshöfundum á borð við Julie Cunningham, Kim Brandstrup, Cameron McMillan og Vidya Patel. Íris útskrifaðist frá Rambert með ‘First Class BA Hons Degree’ sumarið 2021. 2022/2023 dansaði hún með Emergence Postgraduate Dance Company í Manchester undir listrænni stjórn Joss Arnott. Þar vann hún að sýningu sem ferðaðist um Bretland, þar sem sýnd voru ný verk eftir Kevin Finnan, Gosia Mielech og Vidya Patel, ásamt enduruppsetningu á dansverkinu Wild Shadows eftir Joss Arnott. Í nóvember 2023 útskrifaðist Íris með mastersgráðu í ‘performance and professional practices’ frá University of Salford. Sumarið 2023 fékk Íris samning hjá austurríska dansflokknum Tanz Company Gervasi og dansaði í verkinu Brown-1 bæði á Ítalíu og í Vínarborg. Undanfarið hefur Íris unnið í hinum ýmsu sjálfstæðu dansverkefnum, ásamt því að kenna við Listdansskóla Íslands, Kramhúsið og í afleysingum við Listaháskóla Íslands. Íris var einnig hluti af listadúóinu Fljóðir sumarið 2023. Í júní 2024 hélt Íris, ásamt ljósmyndaranum Nicolas Ipiña, ljósmyndasýningu í Litla Gallerý í Hafnarfirði, sem hún hlaut einnig menningarstyrk fyrir.
Íris Ásmundar
Hanna Hulda er 21 árs. Hún útskrifaðist árið 2021 af opinni braut Menntaskólans við Hamrahlíð. Ásamt menntaskólanum útskrifaðist hún af framhaldsskólastigi Danslistarskóla JSB.
Sumarið 2021 fór Hanna á sumarnámskeið í kvikmyndagerð í Prague Film School. Veturinn 2022/23 var hún í The European Film College í Danmörku. Í náminu vann Hanna að tveimur lokaverkefnum. Hún skrifaði og klippti 15 mínútna stuttmynd; Nina’s Guide to a Perfect Life sem og leikstýrði 15 mínútna heimildarmynd; Hafey. Heimildarmyndin fjallaði um bestu vinkonu Hönnu, Hafeyju og alvarleg veikindi hennar er hún var aðeins þrettán ára gömul og hvernig dansinn hjálpaði henni að ná bæði andlegum og líkamlegum bata. Sú mynd var valin til að keppa í Sprettfisknum á kvikmyndahátíðinni Stockfish.
Síðasta sumar leikstýrði Hanna tónlistarmyndbandi fyrir tónlistarkonuna, Lúpínu og lagið hennar, Yfir skýin. Myndbandið var tilnefnt á Reykjavík Grapevine Music Awards og Hlustendaverðlaununum sem besta myndband ársins. Einnig var það valið til að keppa í Sprettfisknum á Stockfish. Síðasta haust hóf Hanna nám í kvikmyndagerð hjá Listaháskóla Íslands.
Hanna Hulda
Benedikt Gylfason er fæddur árið 2002. Hann lærði klassískan píanóleik frá 6-15 ára í Tónskóla Hörpunnar og Nýja Tónlistarskólanum sem og var í einkatímum í tónsmíðum frá 13-17 ára. Hann hefur verið í nokkrum kórum, fyrst Krúttakór Langholtskirkju, svo Drengjakór Reykjavíkur í 6 ár og loks Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Hann lærði klassískan listdans í Listdansskóla Íslands og við Listaháskólann í Osló í 6 ár, kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, í Phantom of The Opera í Hörpu og í auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Þá keppti hann tvisvar fyrir Íslands hönd í Nordic-Baltic Ballet Competition sem og í alþjóðlegri keppni í Grasse í Frakklandi þar sem hann hlaut silfur. Loks sótti hann einnig sumarnámskeið í Ballettskóla Parísaróperunnar sem og tvö sumur í San Fransisco Ballet School tvö sumur á fullum skólastyrk.
Benedikt hefur samið popptónlist síðan 2018 og gaf út EP plötuna “Maybe The Best Has Yet To Come” í nóvember 2021. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð lá leið hans í hljóðtækninámi í Stúdíó Sýrlandi þaðan sem hann útskrifaðist 2022.
Hann stundaði nám við Menntaskóla í Tónlist frá 2020-23 á rytmískri poppbraut. Þar lærði hann söng undir handleiðslu Guðlaugar Drafnar Ólafsdóttur sem og jazzpíanóleik hjá Agnari Má Magnússyni. Þá lauk hann framhaldsprófi í rytmískum söng vorið 2023. Það sama ár tók Benedikt þátt í Söngvakeppninni með lagið Þora sem hann samdi og pródúseraði með Hildi Kristínu Stefánsdóttur. Benedikt stundar nú nám við Berklee College of Music í Boston.
Benedikt Gylfason
„Þann 12. ágúst ætlum við Benedikt, Hanna og Íris í Sviðslistahópnum Þríradda að sýna þverfaglega sviðsverkið okkar sem við höfum verið að vinna að í sumar, á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði. Húsið opnar kl. 17 og svo hefst verkið sjálft kl. 17:30 í Apótekinu í Hafnarborg.“
Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á vandaða sýningu í Hafnarborg mánudaginn 12. ágúst kl.17:30!
Hópurinn vill skila sérstökum þökkum til: Klara Elías, Listdansskóli Íslands, MUNA Himnesk Hollusta, Collab Ísland/Ölgerðin, Steindal ehf, Hafnarborg & Aldís Arnardóttir, Stéphan Adam & Ey Studio, Ágústa Ýr förðunarfræðingur, Úlfur Arnalds, Luca Furlan, Hugi Einarsson, Lína Rut Árnadóttir, Flautudúettinn Gola, Hjördís Ástráðsdóttir, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íspan.
Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-25 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.
Í ár eru sjö fjölbreyttir hópar og einstaklingar sem starfa á vegum skapandi sumarstarfa og verða þau kynnt vikulega í sumar.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…