Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fræðslustarf um sjálfbærni í tengslum við tækni, listir eða nýsköpun með vinningsverkið sem ber heitið Vinátta.
Nemendur Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði eru meðal sigurvegara í listaverkasamkeppni Evrópsku einkaleyfastofunnar (European Patent Office, EPO) sem haldin var í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá undirritun evrópska einkaleyfasamningsins. Verðlaun til íslensku sigurvegaranna voru afhent við hátíðlega athöfn hjá Hugverkastofunni í morgun að viðstöddum nokkum nemendur, foreldrum og starfsfólki skólans. Þau voru þar í góðum félagsskap Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hans hátignar Willem-Alexander, konungs Hollands, Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fleiri.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar veitti fulltrúum nemendahópsins viðurkenningarskjal í húsakynnum Hugverkastofunnar í morgun. Verðlaunaafhendingin var send út í beinni útsendingu til höfuðstöðva EPO í Munchen þar sem hún var liður í viðamikilli afmælisdagskrá. Bein útsending var einnig frá Haag í Hollandi þar sem hans hátign Willem-Alexander, konungur Hollands, veitti sambærileg verðlaun og frá Pnom Penh þar sem iðnaðarráðherra Kambódíu veitti varðlaun. Fjórði nemendahópurinn var frá Munchen og fékk sín verðlaun afhent þar. Ísland gerðist Ísland aðili að Evrópska einkaleyfasamningnum (EPC – European Patent Convention árið 2004. Aðildarríki samningsins eru alls 39 ríki í Evrópu og þau reka í sameiningu Evrópsku einkaleyfastofuna. Hugverkastofan á fulltrúa í fjölda nefnda og ráða á hennar vegum, m.a. fjármála-, laga- og tækninefndum sem og framkvæmdaráði. Forstjóri Hugverkastofunnar hefur verið varaformaður framkvæmdaráðsins frá árinu 2019 og var í árslok 2021 endurkjörin til næstu 3ja ára.
Vinningsverkið frá Skarðshlíðarskóla á Íslandi heitir Vinátta og var unnið í myndmennt veturinn 2019-2020 af öllum nemendum Skarðshlíðarskóla undir stjórn Hafdísar Baldursdóttur, myndmenntakennara. Hafdís lýsir verkinu svo: „Hver og einn nemandi gerði Origami kassa, botn og lok, límdi saman og vann svo mynd úr pappírsafgöngum sem límd var á lokið. Kassinn var gerður úr blaðsíðum úr gömlum landakortabókum sem átti að henda. Allir kassarnir voru svo límdir saman í eitt stórt listaverk.“ Hún segir að verkið hangi nú uppi á vegg í húsnæði skólans, skólanum til prýði og gestum og gangandi til ánægju. Alls sendu 3612 nemendur í 56 skólum frá 19 löndum inn listaverk í keppnina, en þema hennar var tækni, listir og nýsköpun. Auk viðurkenningarskjalsins hljóta vinningsskólarnir 3.000 evrur, jafnvirði um 450.000 króna, til að nota við fræðslustarf um sjálfbærni í tengslum við tækni, listir eða nýsköpun.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.