Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 23. nóvember 2022 að auglýsir skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í breytingu á greinargerð þar sem heimiluð er fjölgun íbúða úr 1500 í 1900 auk 80 þjónustueininga á hjúkrunarheimili.

Skipulagslýsingin verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6 og á umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 26.1117.12.2022. Einnig er hægt að skoða gögnin hér að neðan.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna á netfangið

skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega í þjónustuver að Strandgötu 6 eigi síðar en 17.12. nk.

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður

Ábendingagátt