Lóðarframkvæmd

Hafnarfjarðarbær sem verkkaupi, óska eftir tilboðum í lóðarframkvæmd vegna nýbyggingar leikskóla við Áshamar 9 í Hafnarfirði. Leikskólinn var boðinn út í alútboði, án lóðarframkvæmdar. Skólinn er um 1.200 m2 og er sex deilda. Samið var við Þarfaþing um framkvæmd byggingarinnar og eru umsamin verklok 31. janúar 2025. Lóðin er um 12.500 m2 að flatarmáli og þar af er leikskólabyggingin um 1.200 m2.  Verktaki fær lóðina afhenta grófjafnaða í hæð um 15 cm undir endanlegri hæð.  Framkvæmdin felst í að fullgera lóð og bílastæði með girðingum, leiktækjum o.fl.

Verklok eru í tveimur áföngum

Verklok eru í tveimur áföngum, 15. desember 2024 og 1. maí 2025. Um rafrænt útboð er að ræða og skal öllum tilboðum og fylgigögnum skilað í gegnum rafræna útboðskerfið Ajoursystem. Spurningar og svör verða einnig meðhöndluð í hinu rafræna útboðskerfi. Vegna fyrirspurna um að sækja og skila gögnum á AjourTender má finna leiðbeiningar hér eða senda fyrirspurn á johannes@ajoursystem.is

Tilboðum skal skilað fyrir kl. 11 þriðjudaginn 9. júlí 2024

Ábendingagátt