Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Áslandsskóli hlaut í gær viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2016 fyrir árlega menningardaga skólans sem byggja á virkri þátttöku allra nemenda, kennara og foreldra.
Menningardagar sem vekja athygli út fyrir skólahverfið og setja skemmtilegan svip á samfélagið.
Áslandsskóli hlaut í gær viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2016 fyrir árlega menningardaga skólans sem byggja á virkri þátttöku allra nemenda, kennara og foreldra. Menningardagarnir hafa þróast úr því að vera skólahátíð í það að vera hverfishátíð þar sem allir áhugasamir eru boðnir velkomnir á opnar sýningar allra bekkja og í veitingasölu þar sem nemendur í 10. bekk sjá alfarið um framleiðslu, framreiðslu og rekstur sölunnar.
Menningardagar við Áslandsskóla voru haldnir þrettánda árið í röð um miðjan mars og var í ár unnið með verkefnið: Hafnarfjörður – bærinn minn. Dagarnir verða umfangsmeiri með hverju árinu sem líður því mikill fjöldi gesta sækir skólann heim þá þrjá daga sem menningardagar standa yfir til að skoða þá vinnu sem nemendur hafa unnið undir dyggri leiðsögn starfsmanna skólans. Í ár voru útfærslur nemenda mjög fjölbreyttar og birtingarformið breytilegt en framkvæmd og túlkun er unnin í samvinnu nemendanna sjálfra. Söngleikur ársins „Trúir þú á skrítnar sögur“ var hugarsmíði Díönu Ívarsdóttur tónlistarkennara við skólann og hafði hann að sjálfsögðu beina tengingu við Hafnarfjörð og byggði þannig á gömlum sögum, hafnfirskum bröndurum, göflurum og frægum Hafnfirðingum svo fátt eitt sé nefnt. Óhætt er að segja að söngleikurinn hafi slegið í gegn í leikstjórn höfundar sem naut dyggrar aðstoðar nemenda og umsjónarkennara í þriðja bekk. Menningardagarnir setja skemmtilegan svip á skólalífið og samfélagið í Áslandinu og eru gestir í dag ekki einungis úr röðum stoltra foreldra.
Viðurkenning fræðsluráðs fyrir kennslufræðilega þróun og samvinnu í skólastarfi
Það voru Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar og Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs sem afhentu Áslandsskóla viðurkenningu fræðsluráðs fyrir menningardagana. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Áslandsskóla, þau Leifur S. Garðarsson skólastjóri og Unnur Elfa Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri tóku við viðurkenningunni fyrir hönd starfsfólks skólans. Viðurkenninguna afhentu þau svo áfram til Díönu Ívarsdóttur tónlistarkennara og vildu með því leggja áherslu á mikilvægt framlag allra starfsmanna skólans til verkefnisins. Í rökstuðningi með viðurkenningunni segir: „Menningardagar Áslandsskóla eru nokkrir skóladagar á ári þar sem fjölbreytt nám fer fram í gegnum margvíslega kennsluhætti á hinum ýmsu viðfangsefnum. Þess utan eru menningardagarnir hátíð í skólanum sem lýkur með opnu húsi þar sem foreldrar og aðrir gestir eru boðnir velkomnir til að sjá afrakstur vinnunnar. Með hátíðinni er nám nemenda gert sýnilegt fyrir aðra sem gefur þeim tækifæri til að miðla eigin námi og koma fram á ýmsan hátt, t.d. í söng, leikrænni tjáningu og kynningum. Í viðurkenningunni felst þakklæti og hvatning til skólans um mikilvægi þess að opna skólastarfið út í samfélagið en gefur nemendum jafnframt tækifæri til að mennta sig á fjölbreyttari hátt í skólastarfinu fyrir opnum tjöldum.“
Allt frá árinu 2008 hefur fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar veitt 1-3 viðurkenningar á ári til einstakra skólaverkefna sem þykja til fyrirmyndar og einkennandi fyrir skapandi skólastarf í Hafnarfirði. Hin síðustu ár hafa fjölmörg verkefni hlotið viðurkenninguna, verkefni sem hafa haft frumkvæði, fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi og ýta undir samstarf, hagnýtingu og þróun í skólastarfi og kennslufræði. Markmiðið er að að minna á gildi og mikilvægi skólastarfs í Hafnarfirði.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…