SMS örsögur og ratleikur

Fréttir

Fjölbreytt dagskrá og skemmtileg verkefni eru í boði á bókasafni Hafnarfjarðar á Bóka- og bíóhátíð barnanna.  SMS örsögukeppni, ljóð unga fólksins, útlánaleikur, ratleikur og saga á umbúðapappír. 

Bókasafn  Hafnarfjarðar tekur virkan þátt í Bóka- og bíóhátíð barnanna og er nóg um að vera! Alla vikuna geta þeir sem fá lánaðar barnabækur tekið þátt í útlánaleik þar sem dregin verða út bókaverðlaun. Gestir og gangandi eru hvattir til að taka þátt í að semja eina stóra sögu saman á umbúðapappír á barnadeildinni auk þess sem opnað hefur verið fyrir þátttöku í SMS-örsögukeppni.  Á þriðjudag verður ratleikur um safnið frá kl. 14-19 og á miðvikudag verður bókabingó í fjölnotasalnum kl. 17.

  • Ljóð unga fólksins. Landskeppni 4.-10. bekkinga í ljóðaskrifum. Nemendur skila ljóðum á bóka-/skólabókasafnið eða rafrænt á vef bókasafnsins. Nánari upplýsingar á bóka-/skólabókasafni í þínum skóla!
  • SMS örsögukeppni. Þema keppninnar er „lestur“. 35 orða örsaga send í #6960035 í síðasta lagi 21. febrúar. Góð verðlaun í boði fyrir 1.-3. sæti.
  • Útlánaleikur. Foreldrar barna á leik- og grunnskólaaldri fá afslátt af nýju bókasafnsskírteini. Árgjald á  1.000 kr. í stað 1.900 kr. Foreldrar eru fyrirmynd barna sinna í lestri. Nöfn allra sem taka barnabók/-bækur að láni þessa daga fara í pott. Dregið verður úr nöfnunum og einhverjir heppnir lestrarhestar fá bókaverðlaun.
  • Semjum sögu saman. Saga skrifuð með þátttöku þinn á umbúðapappír á barnadeild bókasafnsins.
  • Ekki dæma bókina eftir bíómyndinni. Bókaútstilling á bókum og bíómyndum gerðum eftir þeim.

Eins og endranær er safnið opið fyrir skólahópa  leik- og grunnskóla að koma í sögustund eða safnkynningu. Pantað hjá bókasafninu.

Fylgist með á: 

Ábendingagátt