Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjöldi viðurkenninga fyrir snyrtileika var veittur við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði í gær. Heiðursverðlaun hlaut Krýsuvíkurkirkja sem endursmíðuð var í upprunalegri mynd og komið fyrir á sínum stað í október 2020. Tvö fyrirtæki á hafnarsvæðinu, Hafrannsóknarstofnun og arkitektastofan Batteríið, fengu viðurkenningu fyrir snyrtileika auk þess sem Lóuás í Áslandinu var valin stjörnugata ársins. Eigendur níu garða fengu viðurkenningu fyrir að eiga fallegustu og snyrtilegustu garðana í Hafnarfirði 2021. Hafnarfjörður er fallegur bær og mikið um fagra garða og snyrtilegar lóðir. Val til viðurkenninga byggir á ábendingum bæjarbúa og eru viðurkenningarnar til þess fallnar að hvetja aðra bæjarbúa og fyrirtæki til dáða.
Krýsuvíkurkirkja fær heiðursverðlaun Snyrtileikans 2021
Krýsuvíkurkirkja er í dag í eigu og umsjón vinafélags kirkjunnar. Í kjölfar kirkjubrunans í upphafi árs 2010 var vinafélag Krýsuvíkur stofnað með það að markmiði að byggja nýja kirkju í upprunalegri mynd. Stjórnendur Tækniskólans í Hafnarfirði sýndu endurbyggingunni strax mikinn áhuga og úr varð að þessi nýja kirkjubygging varð verkefni trésmíðanema skólans og var verkefnið unnið undir handleiðslu Hrafnkels Marinóssyni yfirsmiðs. Nákvæmum fyrirmyndum var fylgt við smíði kirkjunnar en starfsmenn Þjóðminjasafnsins tóku þá gömlu mjög nákvæmlega út árið 2003; mældu, mynduðu og skráðu. Þessar mikilvægu upplýsingar gerðu þessa vandasömu smíði, sem tók rúman áratug, gerlega. Við afhendingu heiðursverðlauna var vinafélagi kirkjunnar og þá sérstaklega Jónatani Garðarsyni þakkað af alhug fyrir sitt framlag. Hrafnkatli Marinóssyni og Hildi Ingvarsdóttur skólameistara Tækniskólans ásamt Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði og Guðmundi Lúther Hafsteinssyni, forstöðumanni húsasafns Þjóðminjasafnsins var samhliða þakkað sérstaklega fyrir sitt framlag ásamt öllum öðrum þeim sem komu að þessu verki.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar afhendir Jónatani Garðarsyni heiðursverðlaun Snyrtileikans 2021.
Stór hluti af hópnum sem stendur að Krýsuvíkurkirkju.
Hafró og Batteríið þykja bera af á hafnarsvæðinu
Tvö fyrirtæki á hafnarsvæðinu, Hafrannsóknarstofnun og arkitektastofan Batteríið, fengu viðurkenningu fyrir snyrtileika á lóðum fyrirtækja. Hafrannsóknarstofnun hefur komið sér vel fyrir á Fornubúðum í nýju og reisulegu húsnæði og hefur lagt metnaði í að frágangur á lóð sé til fyrirmyndar. Allir fletir eru í skala við húsið, bryggjan mjög falleg með bekkjum þar sem hægt er að setjast og njóta umhverfisins og útsýnisins frá þessum stað sem er einstakt. Lóðin við arkitektastofuna Batteríið að Hvaleyrarbraut 32 hefur verið hönnuð með það í huga að vera viðhaldslítil en á sama tíma smekkleg og tekur vel á móti þeim gestum og gangandi og er í senn dvalarrými þar sem starfsfólk getur notið sólar á móti suðri á palli fyrir framan húsið og útsýnis yfir Hvaleyrarlón. Fyrir metnað í snyrtileika og frágangi hlutu fyrirtækin tvö viðurkenningu Snyrtileikans fyrir snyrtilegustu fyrirtækjalóðirnar og þannig fyrir að vera öðrum fyrirtækjum í Hafnarfirði góð fyrirmynd.
Lóuás er stjörnugatan 2021
Lóuás 11-21 og 18-32 er stjörnugata Snyrtileikans 2021, afar falleg gata þar sem samheldni íbúa og samvinna um snyrtileika skín í gegn. Gróður garðanna sem við götuna standa er afar fjölbreyttur og götumyndin öll falleg þar sem grjót er m.a. notað til að taka út hæðarmun og fellur afar vel að umhverfinu. Íbúar stjörnugötunnar fá mikið hrós fyrir samstöðuna.
Fallegustu og snyrtilegustu garðarnir í Hafnarfirði 2021
Heiðvangur 50
Þessi garður er ákaflega fallegur og hefur verið um árabil með ótrúlegt magn fjölbreyttra plantna, bæði í beði og í steinabeði. Alveg sama hvert litið er þá blasir fjölbreytni og litaskrúð alls staðar við. Öll beð vel hirt svo og grasflötin, snyrtimennskan í fyrirrúmi og hafa eigendur komið fyrir gróðurhúsi og má sannarlega segja að þarna er mikil garðyrkjuáhugi fyrir hendi. Fallegur garður í grónu hverfi í bænum.
Erluhraun 8
Þessi garður hefur verið fallegur um árabil. Aðkoman einstök með stífklipptu alparifsi og fallegri brekku þar sem hraungrýti nýtur sín vel með blómstrandi steinbrjótum og þykkblöðungum. Ævintýralegur bakgarður með stórri grasflöt þar sem beðin skera sig út í flötinni með ótrúlegt úrval af blómstrandi plöntum og runnum. Erluhraunið hefur alltaf verið einstaklega snyrtileg og falleg gata í eldri hverfum bæjarins og hefur fengið margar viðurkenningar fyrir sína garða.
Öldugata 16
Garðurinn við Öldugötu 16 stendur við Hamarinn og myndar skemmtilega tengingu við náttúruvættið þar sem búið er að fella nokkur grenitré og búa til rými og sýn. Það sem gerir þennan garð öðruvísi en aðra garða er efnisvalið þar sem í garðinum er að finna mikið úr endurunnu efni. Gróft og flott efni í samspili við nýtt. Hér blandast gamli tíminn og hinn nýi og á sama tíma fær hin ósnerta náttúra notið sín. Eigendur hafa farið óhefðbundnar leiðir sem gerir garðinn forvitnilegan og skemmtilegan.
Klettahraun 5
Þessi snyrtilegi garður blasir vel við frá götunni og kallar á að vegfarendur staldri við og njóti þessa gamla snyrtilega garðs á leið sinni um Klettahraunið. Þessi garður hefur verið fallegur um áraraðir og er það bæði fyrrum eigendum og núverandi eigendum að þakka hversu vel honum er haldið við. Gamaldags og sjarmerandi garður.
Klettahraun 21
Opinn og fallegur garður sem, líkt og margir aðrir garðar í Hafnarfirði, hefur verið fallegur um árabil og örugglega fengið áður viðurkenningu. Opinn garður sem vegfarendur fá líka að njóta á ferð sinni um hverfið. Ævintýraljómi yfir öllu og snyrtimennskan í hámarki. Grasflötin vel slegin og beðin skera sig út í fletinum. Gróðurhús gerir dvalarsvæðið rómantískt og skemmtilegt með seríum og heitri kamínu. Sannkallaður stemningsgarður.
Lækjargata 11
Þessi garður hefur verið fallegur um árabil og er sýnilegur þegar keyrt er niður Öldugötu og við gatnamótin við Lækjargötu. Hús og garður blasa við og vekja eftirtekt og undirstrika mikilvægi þess og fegurðina í því að opna garða sína fyrir umhverfinu. Lækurinn er hluti af garðinum sem gefur honum svo fallegan og ævintýralegan blæ. Þarna er snyrtimennskan í fyrirrúmi og allt viðhald með miklum sóma.
Vesturbraut 6
Þarna á Vesturbrautinni er fallegur bakgarður við fallegt gamalt rautt hús sem vakti strax athygli. Beðin upphækkuð á flötinni og rómantískur andblær yfir garðinum öllum. Mjög gott samspil á milli húss og garðs. Hverfisgata 45
Yndislega fallegur og rómantískur garður þar sem hvert einasta smáatriði fær notið sín. Það er einnig ánægjulegt hversu húsinu er sérlega vel viðhaldið. Þarna fær náttúran sitt hlutverk og undirstrika grasflatirnar úfið hraunið. Greinilegur garðáhugi skín í gegn og allavega hlutir frá gamalli tíð eiga sinn stað í garðinum sem gerir hann að skemmtilegu dvalarsvæði. Það er ákveðin dulúð yfir þessum garði.
Norðurbraut 21
Falleg grasflötin og gróin gróðurbrekkan eru svo snyrtileg og smekkleg í þessum litla garði og til þess fallin að vekja strax verðskuldaða athygli. Þarna er nokkur hæðarmunur sem leystur er á mjög smekklegan og einfaldan hátt. Vel staðsettur pallur er við húsið og allt passar svo vel saman; stærðir og form. Það sést hér að garðar þurfa ekki að vera stórir til að vera fallegir. Hver fermetri er vel nýttur.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…