Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hjá Hafnarfjarðarbæ stendur nú yfir árleg leit eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð garða, gatna, opinna svæða og lóða í Hafnarfirði. Veittar eru viðurkenningar fyrir fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegustu stofnanalóðina eða atvinnusvæðið.
Senda inn tilnefningu í Snyrtileikann – bentu á þann sem þér þykir bestur
Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi á dögunum við Berglindi Guðmundsdóttur, landslagsarkitekt hjá Hafnarfjarðarbæ og starfsmann fegrunarnefndar.
Viðurkenningarskjal sem eigendur Mánastígs 6 fengu árið 1953
Veitt hefur verið viðurkenning fyrir fegurstu garða Hafnarfjarðar síðan á 6. áratug síðustu aldar með smá hléum þó, en fyrir fjórum árum var áherslunni breytt yfir í snyrtilegustu garða og götur sem þykja skapa ákveðna fyrirmynd, jafnt á íbúðarsvæðum, stofnanalóðum og atvinnusvæðum. Með framtakinu vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins og vera öðrum hvatning. „Fegrunarnefndin var fyrr á tímum þriggja manna og pólitískt kjörin með garðyrkjustjóra. Þá voru alltaf konur í nefndinni, en það hefur breyst í seinni tíð, eins og margt annað, enda margir karla mjög færir í faginu,“ segir Berglind. Einnig sé viðurkenning sem heitir Snyrtileikinn en Kirkjugarður Hafnarfjarðar og Gróðrarstöðin Þöll hafa fengið þá viðurkenningu og þá er útbúinn skjöldur og settur á hús þeirra.
Berglind og goðsögnin Dísa blóma. Mynd/OBÞ
Auglýsing um störf í blómaflokknum. Mynd/skjáskot af Tímarit.is
Hún rifjar upp hversu stolt hún var að tilheyra blómaflokki Dísu, Ásdísar Guðbjargar Konráðsdóttur, á 8. áratug síðustu aldar, en það þótti mjög eftirsóknarvert að tilheyra þeim hópi sem þekktur var fyrir að fegra bæinn. „Þar lærði ég aldeilis handtökin og vann hjá Dísu samhliða menntaskólanámi. Dísa var í senn harður verkstjóri en einnig sanngjörn. Hún kenndi okkur að vinna og að vera stolt af afrakstrinum og að líða vel að verki loknu. Við fengum líka oft hrós frá bæjarbúum. Fólk tók eftir þessu,“ rifjar Berglind upp.
Hér er dæmi um snyrtilegan garð sem hefur fengið viðurkenningu, Fjóluhvammur 9. Mynd/OBÞ
Hafnarfjarðarbær hefur stækkað mjög mikið undanfarna áratugi. Götur í bænum eru á fjórða hundrað og fyrirtæki hátt í 700. Það er því ekki skrýtið að leitað sé ábendinga. „Margir íbúar eru með mjög snyrtilega garða og sumir hafa fengið oftar en einu sinni viðurkenningu. Svo hefur götumyndin líka mikið að segja. Í gamla daga fengu göturnar nafnið Stjörnugatan. Það er svakalega gaman að geta verðlaunað götu þar sem allir íbúar eru samtaka um að hafa snyrtilegt í kringum sig. Það getur oft verið einn sem skemmir fyrir, en við fylgjumst vel með og sjáum hvort tekið hafi verið til hendinni á milli ára,“ segir Berglind og brosir. „Það er snyrtileikinn sem skiptir mestu máli og að alúð hafi verið lögð við garð og greinilegur áhugi um að hafa fallegt í kringum sig.“
Annað dæmi við Álfaskeið 85 (viðurkenning 2018). Mynd/OBÞ
Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar Hafnarfjarðar, starfsmenn bæjarins og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Viðurkenningar verða veittar við hátíðlega athöfn í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg í lok ágúst eða byrjun september. „Það er mikilvægt að íbúar sem og fyrirtæki séu hvött áfram og verðlaunuð fyrir góða umgengni og snyrtilegt umhverfi. Þessir flottu aðilar eru öðrum fyrirmynd og hvatning til framkvæmda,“ segir Berglind að lokum.
Snyrtileg lóð fyrirtækis við Hringhellu 9 sem fékk viðurkenningu 2018. Mynd/OBÞ
Viðtal við Berglindi birtist í Hafnfirðingi 1,júlí 2020
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…