Söfnin opin og klár fyrir þig á Safnanótt
Söfn bæjarins standa okkur öllum opin á Safnanótt 7. febrúar milli kl. 18-22. Í Hafnarborg verður boðið upp á listasmiðju og vasaljósaleiðsögn. Á byggðasafninu verður glænýr ratleikur í Pakkhúsinu, tónlist og fyrirlestur. Svo skemmtir Einar Lövdahl á bókasafninu. Já, það verður nóg um að vera.
Safnanótt litar bæinn 7. febrúar
„Safnanótt er frábær vettvangur til að vera með viðburði í safninu sem eru aðeins frábrugnir þessari hefðbundnu dagskrá sem flestir kannast við og ég hvet öll til að koma og njóta með okkur,“ segir Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar.
„Í ár er til dæmis boðið uppá óhefðbundna vasaljósaleiðsögn um sýningu Péturs Thomsen, sem hefur verið gríðarlega vel sótt og vakið mikla athygli. Verkin eru öll tekin að næturlagi og því verður spennandi að sjá hvernig Búi Bjarmar mun varpa nýju ljósi á sýninguna,“ segir hún.
Öll söfnin opin til klukkan 22
Söfn bæjarins standa okkur öllum opin á Safnanótt 7. febrúar milli kl. 18-22. Í Hafnarborg verður boðið upp á listasmiðju og þessa einstöku vasaljósaleiðsögn. Á byggðasafninu verður glænýr ratleikur í Pakkhúsinu, tónlist og fyrirlestur. Svo skemmtir Einar Lövdahl á bókasafninu. Viðburðirnir eru fleiri og vert að kynna sér allt sem er í boði. Kvöldið verður eftirminnilegt ef þú tekur þátt.
Listasmiðja verður klukkan 18 í Hafnarborg. Þar gefst gestum tækifæri til að gera tilraunir með myndbyggingu og þjálfa þannig sjónræna hæfileika sína með uppstillingu fundinna hluta. Klukkan 20 leiðir Búi Bjarmar Aðalsteinsson gesti um ljósmyndasýningu Péturs Thomsen, Landnám, þar sem gengið verður um myrkvaðan sal með vasaljós.
Það verður gaman að rölta að kvöldi til um söfnin á Safnanótt.
Gegnumtrekkur á bókasafninu
Einar Lövdahl, rithöfundur, tónlistarmaður og íslenskufræðingur, verður með höfundarkvöld á Bókasafninu milli kl. 20-22. Í upphafi dagskrár segir Einar stuttlega frá skáldsögunni Gegnumtrekkur, sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra, og lesa upp brot úr bókinni. Hann mun svo flytja frumsamin lög með grátbroslegum textum. Svo slær hann botninn í dagskrána með léttum fyrirlestri um blót í íslensku nútímamáli.
Hve hressandi í góðum félagsskap?
Byggðasafnið opið fram á kvöld
Þétt dagskrá verður á Byggðasafninu. Opið hús frá 18-22. Nýr ratleikur verður í boði um Pakkhúsið, Sívertsenshús og Beggubúð. Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur flytur klukkan 20 fyrirlesturinn Svartir kettir, fullt tungl og rauðhærðar konur. Þá leika Margrét Lára Jónsdóttir á fiðlu og Tómas Vigur Magnús á píanó nokkur klassísk og falleg lög frá klukkan 21.
Svo má skoða magnaða muni í myrkrinu í Beggubúð og sjá Annríki, þjóðbúningar og skart sýna baðstofuverkin í Sívertsens-húsi.
Þetta verður gaman.
Sjá dagskrá Byggðasafnsins hér.
Já, menningarstofnanir Hafnarfjarðar; Bókasafnið, Byggðasafnið og Hafnarborg, taka þátt í Safnanótt í ár sem fyrr. Frítt er inn á öll söfnin og alla viðburði í tilefni kvöldsins.