Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í haust er biðlað til landsmanna að safna birkifræi og dreifa á völdum, beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Skógræktin og Landgræðslan hafa tekið höndum saman um þetta átak og óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða birkiskóga landsins út.
Í haust er biðlað til landsmanna að safna birkifræi og dreifa á völdum, beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Skógræktin og Landgræðslan hafa tekið höndum saman um þetta átak og óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða birkiskóga landsins út. Formlega hófst söfnunin á degi íslenskrar náttúru þann 16. september sl. en söfnunin stendur svo lengi sem fræ er að finna á birki nú í haust. Bæði er hægt að skila fræjunum í sérstökum söfnunaröskjum til Skógræktarfélags Íslands og Landgræðslunnar eða fara sjálf í eigin söfnunar- og sáningarferð.
Hafnfirskir skólar hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessu mikilvæga verkefni.
3. bekkur í Víðistaðaskóla er í hópi þátttakenda í landsátakinu. Fjöldi annarra leik- og grunnskóla í Hafnarfirði hefur einnig tekið þátt í þessu gefandi og mikilvæga verkefni.
Sjá hér hvernig á að safna birkifræjum
Hægt er að nálgast söfnunaröskjur úr pappa í verslunum Bónuss og þar er einnig tekið við fræinu í sérstakar tunnur sem Terra setur upp. Tunnur verða fjarlægðar 20. október úr Bónus en það breytir því ekki að áfram, meðan fræ er að finna, er tilvalið að fara í eigin söfnunar- og sáningarferð og setja niður fræ t.d. í hraunið milli Norðurbæjar og Víðistaðatúns bak við kirkjuna auk þess sem hraunbollar víðs vegar í bænum eru kjörnir staðir til sáningar. Einnig er kjörið að skella sér í gönguferð um Ástjörn og á Krýsuvíkur- og Helgafellssvæðinu og dreifa fræi á svæði þar sem gróður er snöggur, gróðurþekja rofin og birta nokkuð mikil á svo ljóselska tegund.
Upplýsingar um hvernig á að tína fræi og dreifa því er að finna á vefnum birkiskogur.is.
Nauðsynlegt er að skrá hvar og hvenær fræið var tínt ef fræum er skilað inn. Þetta má skrifa á öskju átaksins eða á miða sem festur er á fræpoka, ef söfnunaraskjan er ekki notuð. Athugið að aldrei má láta birkifræ í plastpoka eða aðrar loftþéttar umbúðir. Bréf- eða taupokar henta vel í þetta eða litlir pappakassar eða pappaöskjur sem fólk útbýr sjálft.Fræi sem er skilað á söfnunarstöðvar verður dreift í haust undir leiðsögn starfsmanna Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.
Átakið er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Þegar landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn. Birkið er frumherjategund sem sáir sér mikið út á eigin spýtur ef hún fær til þess frið. Birkið heldur því starfinu áfram ef vel tekst til að koma því af stað á nýjum svæðum. Landgræðslan og Skógræktin vilja með þessu átaki auka vitund og áhuga fólks á eflingu náttúrunnar og útbreiðslu birkis, víðis og annars gróðurs á landinu, enda er þátttaka almennings lykillinn að árangri í umhverfismálum. Að verkefninu vinna einnig Terra, Prentmet Oddi, Bónus, Lionshreyfingin, Skógræktarfélag Íslands og Landvernd.
Sjá vefinn www.birkiskogur.is – fyrir allar upplýsingar um verkefnið
Á Facebook er átakið að finna undir heitinu „ Söfnum og dreifum birkifræi “ og sömuleiðis er efni deilt á Instagram og myndböndum á Youtube. Meðal annars hafa verið útbúin myndbönd með leiðbeiningum um söfnun og sáningu birkifræs. Almenningur er hvattur til að deila þessu efni á samfélagsmiðlum en einnig að birta þar frásagnir og skemmtilegar myndir frá eigin söfnunar- og sáningarferðum.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…