Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjölbreytt störf verða í boði hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021 fyrir námsfólk sem hefur verið í námi á vorönn 2021 eða er skráð í nám á haustönn 2021. Hópurinn mun hreiðra um sig á vettvangi starfs eða í nýsköpunarstofu í Menntasetrinu við Lækinn. Umsóknarfrestur er 16. maí.
Fjölbreytt störf verða í boði hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021 fyrir námsfólk sem hefur verið í námi á vorönn 2021 eða er skráð í nám á haustönn 2021. Um er að ræða sumarstörf sem tengjast aðgerðum stjórnvalda og miða að því að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í verkefninu og ræður til sín a.m.k. 80 starfsmenn í gegnum þetta átaksverkefni til viðbótar við ráðningar í gegnum Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk.
Hópurinn mun hreiðra um sig á vettvangi starfs eða í nýsköpunarstofu í Menntasetrinu við Lækinn og sinna þar fjölbreyttum og skemmtilegum sumarstörfum, s.s. á sviði umhverfis- og framkvæmdamála, upplýsingatækni, fræðslumála, fjölskyldumála, menningarmála og heilsueflandi samfélags. Umsækjendur senda inn opna umsókn um sumarstarf og í framhaldinu á sér stað pörun í starf sem talið er að hæfi reynslu, menntun og hæfni.
Opið er fyrir umsóknir á ráðningarvef bæjarins
———————————–
Miðlun og stafræn þróun á bókasafni Starfið snýr að hönnun og uppsetningu efnis (content creation), framsetningu stafræns efnis og úrvinnslu efnis í stafrænu og myndrænu formi.
Fasteignir – uppfærsla á gögnum og teikningumUppmæla og teikna upp húsnæði bæjarins. Teikna minniháttar breytingar á húsnæði bæjarins. Vinna í gagnaöflun vegna aðgengi fyrir alla í húsnæði bæjarins og opnum svæðum.
Gönguleiðir í Hafnarfirði – úttektVerkefnið er að gera úttekt á gönguleiðum/stígum í bænum. Meta ástand þeirra, tengingar milli svæða, breiddir þeirra með það í huga að meta endurnýjunarþörf og forgangsraða.
Áhættumat kennsluhugbúnaðar í leik- og grunnskólumVerkefnið er að áhættumeta kennsluhugbúnað (kennsluforrit, vefþjónustur o.fl.) í þeim tilgangi að meta áhættu fyrir notkun þeirra í leik- og grunnskólastarfi í Hafnarfirði, ekki síst með notkun spjaldtölva (iPad).
Skráning stríðsminja í HafnarfirðiByggðasafn Hafnarfjarðar sér um skráningu fornleifa í bæjarlandinu en hugmyndin með þessu verkefni er að taka einnig saman skrá yfir stríðsminjar í landi bæjarins.
Stafræn verkefni ByggðasafnsinsUm er að ræða verkefni sem er tvískipt, annars vegar að sjá um kynningu á safninu á samfélagsmiðlum og hins vegar að útbúa minjagöngu í Wapp sem tengir saman hús safnsins og minjaskilti.
Starfsmaður á LækMarkmið Lækjar er að draga úr félagslegri einangrun og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðrænan vanda að stríða. Helstu verkefni eru að virkja gesti á þeirra forsendum og sinna fjölbreyttum verkefnum með þeim.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna – á hjólumLeitað er að starfsmanni í upplýsingamiðstöð til þess að keyra tuktuk rafhjól og veita upplýsingar til ferðamanna víðsvegar um bæinn, eiga samskipti og samvinnu við ferðaþjónustuaðila
Ljósmyndun og skapandi notkun samfélagsmiðlaLeitað er að starfsmanni á þjónustu- og þróunarsvið til þess að taka myndir og vinna fjölbreytt myndefni fyrir bæinn sem talar í takti við nýjan hönnunarstaðal sveitarfélagsins. Starfsmaður mun einnig taka þátt í miðlun efnis á miðlum sveitarfélagsins í sumar.
Aukið tækifæri fatlaðs fólks til þátttöku í fjölbreyttu tómstundastarfiStarf sem felst í því að auka þátttöku fatlaðra einstaklinga í auknu tómstundastarfi sem eru í Geitungunum.
Heilsubærinn – sýnileiki og markaðssetningVinna með greiningu og kortlagningu sem unnin hefur verið fyrir heilsubæinn Hafnarfjörð og hefur að geyma hugmyndir að alls konar verkefnum; stórum sem smáum í Hafnarfirði sem þarf að kostnaðarmeta og framkvæma.
Skráning og flokkun ljósmynda í ljósmyndabankaEndurskipulagning og flokkun á stóru myndasafni fyrir nýjan myndabanka sveitarfélagsins samhliða því að kalla eftir myndum frá skólum og stofnunum sveitarfélagsins upp á menningarlega og sögulega varðveislu að gera.
Listaklettur Veita stuðning og aðstoð til þjónustunotenda í verkhernum og Klettinum og stuðla að og ýta undir frekari sköpun. Þegar tímabilinu lýkur þá verður haldin sýning með afrakstri sumarsins. Áherslan verður á umhverfisvernd, endurnýtingu og að skapa gömlum hlutum nýtt líf.
SirkhúsiðSkipuleggja og undirbúa hátíðir eða popp up uppákomur fyrir íbúa Hafnarfjarðar.
Flokkun og skráning gagnaStarfið felst í greiningu, flokkun, frágangi og skráningu gagna hjá umhverfis- og skipulagssviði.Unnið er á OneCrm mála- og skjalakerfi og Excel við skráningu.
Brú milli Bókasafns Hafnarfjarðar og frístundarStarfið er brú milli frístundar og Bókasafns Hafnarfjarðar og er meiningin að styðja við lestur barna yfir sumartímann. Hlutverk eru að aðstoða krakka við lestur o.þ.h.
Aðstoð við undirbúning að endurskoðun læsisstefnu HafnarfjarðarSafna upplýsingum frá leik- og grunnskólum bæjarins vegna endurskoðunar á læsisstefnu Hafnarfjarðar. Starfið hentar fyrir nema í kennarafræðum, t.d leik- eða grunnskólakennarafræðum.
Jöfn tækifæri til íþróttaiðkanaAukin stuðningur við börn með greiningar á almennum íþróttanámskeiðum yfir sumartímann.
Aðstoðarmaður í barnaverndVerkefnið felst í því að aðstoða starfsmenn í barnavernd, t.d. með því að gera úttektir á stuðningsfjölskyldum og beiðnum frá Barnaverndarstofu, léttar kannanir í barnavernd, sjá um frágang mála eftir lokun og undirbúa mál fyrir barnaverndarfundi.
Námskeið í snjalltækjanotkunStarf sem felst í því að sinna námskeiðum fyrir eldri borgara um notkun snjalltækja. Starfsmaður þarf að hafa þekkingu á helstu snjalltækjum sem eru í notkun í samfélaginu. Starfsmaður þarf að geta miðlað tækni á einfaldan og öruggan hátt.
Hreyfing í heimahúsiMargir veikburða eldri borgarar fara lítið út af sínum heimilum, eru bæði félagslega einangraðir og hreyfa sig lítið. Gert er ráð fyrir að starfsmaður bjóði m.a. upp á stólaleikfimi og gönguferðir heima við til allra áhugasamra.
Komdu í félagsstarfiðStarf sem felst í því að virkja og hafa samband við eldri borgara og hvetja þá til þátttöku í félagsstarfi eldra borgara í Hraunseli þar sem margskonar starfsemi fer fram.
Hafnarfjarðarbær óskar eftir umsóknum frá námsmönnum sem eru tilbúnir til að taka þátt í metnaðarfullum og krefjandi verkefnum í sumar. Umsækjandi þarf að vera 18 ára á árinu (fædd 2003) eða eldri og hafa verið í námi á vorönn 2021 eða skráður í nám á haustönn 2021. Með umsókninni þarf að fylgja staðfesting á námi frá viðkomandi menntastofnun og greinargóð ferilskrá. Ráðning miðast við tvo mánuði á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst. Um er að ræða fjölbreytt störf og reynt verður að mæta áhugasviði umsækjenda eftir bestu getu.
Nánari upplýsingar veitir Brynjar Örn Svavarsson verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ í s. 585 5782 og netfang: brynjarorn@hafnarfjordur.is
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…