Staða mála í snjómokstri að morgni 27. desember  

Fréttir

Mikið magn af snjó hefur bæst við í nótt og í morgun með tilheyrandi áhrifum á færð og ferðir um bæinn og enn era.m.k. sorphirða þremur dögum á eftir áætlun.  Áhersla er lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum og á mokstur á bílaplönum við leikskóla bæjarins.

Mikið magn af snjó hefur bæst við í nótt og í morgun með tilheyrandi áhrifum á færð og ferðir um bæinn og enn er sorphirða a.m.k. þremur dögum á eftir áætlun. Eins og staðan er núna er áhersla lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum og á mokstur á bílaplönum við leikskóla bæjarins. Um leið og veður leyfir og tækifæri gefst mun starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hefjast handa við mokstur innan hverfa bæjarins allt í takti við áætlanir og forgang.

Almennt um snjómokstur í Hafnarfirði

Á veturna þegar snjóar mikið eða hálka myndast er reynt að bregðast við sem fyrst til að halda umferð gangandi. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar sér um snjómokstur og hálkuvarnir og er með vaktir á tímabilinu 15. október–15. apríl og að jafnaði reynt að halda góðri þjónustu á götum og stígum frá kl. 7:30–22 (fer eftir forgangi) en veður stýrir þjónustutímanum. Verktakar eru kallaðir til þegar þarf á álagstíma. Götum er skipt upp í forgangsröðun – veður og aðstæður stýra svo hversu vel moksturinn gengur:

  • Forgangur 1 – aðalgötur, strætóleiðir og stofngötur
  • Forgangur 2 – leiðir að skólum, leikskólum, safngötur og milligötur
  • Forgangur 3 – húsagötur og botngötur

Upplýsingar um snjómokstur og forgangsleiðir

Sorphirða á eftir áætlun

Aukið snjómagn hefur haft mikil áhrif á sorphirðu innan bæjarins sem enn er a.m.k. þremur dögum á eftir áætlun. Íbúar eru hvattir til að moka frá sorpgeymslum sínum til að greiða leið sorphirðufólks að gráu og bláu tunnunum þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar. Ef aðgengi að tunnunum er ekki greiðfært þegar sorphirðubílarnar eiga leið um hverfið eru tunnurnar ekki tæmdar fyrr en við næstu losun.

Upplýsingar um sorphirðu eftir hverfum

Ábendingagátt