Um leikskólann

Leikskólinn Álfasteinn hóf starfsemi sína í mars árið 2001. Leikskólinn er staðsettur í suðurbænum og stendur hátt á holti Hafnarfjarðar og er í nánasta umhverfi við hraunið, golfvöllinn og fjöruna. Í leikskólanum eru fimm deildir; Hamar, Holt, Laut, Berg og Klettur, og geta um 74 börn dvalið þar samtímis.

Leiðarljós Álfasteins eru:  Ábyrgð, virðing

Á Álfasteini hefur frá upphafi verið horft til framfarastefnu heimspekingsins John Dewey‘s. Sú hugmyndafræði hefur verið eitt af leiðarljósum í skólastarfinu. Til að ná settu marki aðalnámskrár hafa kubbar Caroline Pratt verið stór þáttur í leik barnanna. Í þeirri stefnu er megináhersla lögð á að kenna börnunum gagnrýna og skapandi hugsun.

Við búum yfir þeim forréttindum að starfsfólkið okkar hefur brennandi áhuga á leikskólastarfinu og leitast ávallt við að gera sitt allra besta. Í leikskólanum hafa verið farnar nýjar leiðir til að nýta allt rými skólans í leikrými og stuðla þannig að betri námsaðstæðum fyrir börn og kennara, þar sem færri börn eru á hverri deild.

Deildirnar á Álfasteini eru fimm

  • Hamar
  • Holt
  • Laut
  • Berg
  • Klettur

Berg og Klettur eru með yngri börnin og eldri börnin dreifast á Hamar, Holt og Laut.

Stjórnendur

Inga Líndal FinnbogadóttirLeikskólastjóri

Jónína Rósa RagnarsdóttirAðstoðarleikskólastjóri

Þórdís ÁrnadóttirSérkennslustjóri og tengiliður farsældar

Elísabet Ósk GuðmundsdóttirDeildarstjóri Hamar 

Aldís Dröfbn StefánsdóttirDeildarstjóri Holt 

Ásbjörg Skorastein Deildarstjóri Laut 

Sandra Halldórsdóttir Deildarstjóri Berg 

Helga GuðmundsdóttirDeildarstjóri Klettur

Leó Kristberg Einarsson

Lára Sif Sigurjónsdóttir

Hafrún Lilja Elíasdóttir

Ábendingagátt