Leikskólinn Álfasteinn hóf starfsemi sína í mars árið 2001. Leikskólinn er staðsettur í suðurbænum og stendur hátt á holti Hafnarfjarðar og er í nánasta umhverfi við hraunið, golfvöllinn og fjöruna. Í leikskólanum eru starfræktar fimm deildir; Hamar, Holt, Laut, Berg og Klettur og geta um 74 börn dvalið þar samtímis.

Leiðarljós Álfasteins eru:  Ábyrgð, virðing

Á Álfasteini hefur frá upphafi verið horft til framfarastefnu heimspekingsins John Dewey‘s. Sú hugmyndafræði hefur verið eitt af leiðarljósum í skólastarfinu. Til að ná settu marki aðalnámskrár hafa kubbar Caroline Pratt verið stór þáttur í leik barnanna. Í þeirri stefnu er megináhersla lögð á að kenna börnunum gagnrýna og skapandi hugsun.

Við búum yfir þeim forréttindum að starfsfólkið okkar hefur brennandi áhuga á leikskólastarfinu og leitast ávallt við að gera sitt allra besta. Í leikskólanum hafa verið farnar nýjar leiðir til að nýta allt rými skólans í leikrými og stuðla þannig að betri námsaðstæðum fyrir börn og kennara, þar sem færri börn eru á hverri deild.

Hamar

Hamar  er  núna  miðdeild  með börn á aldrinum 3-4. Ára

Holt

Holt er  með  hreinan aldurshóp 4. ára þetta skólaárið

Laut

Laut er  elstu barna deild með  5 ára börn.

Berg

Yngri barna deildir með 18. mánaða til  3. ára.

Klettur

Yngri barna deildir með 18. mánaða til  3. ára.

Stjórnendur

Inga Líndal Finnbogadóttir – Leikskólastjóri

Jónína Rósa Ragnarsdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Þórdís Árnadóttir – Sérkennslustjóri

Elísabet Ósk Guðmundsdóttir – Deildarstjóri Hamar 

Aldís Dröfbn Stefánsdóttir –Deildarstjóri Holt 

Ásbjörg Skorastein- Deildarstjóri Laut 

Katrín Sjöfn Róbertsdóttir – Deildarstjóri Berg 

Helga Guðmundsdóttir – Deildarstjóri Klettur

Leó Kristberg Einarsson

Lára Sif Sigurjónsdóttir

Hafrún Lilja Elíasdóttir

Ábendingagátt