Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Leikskólinn Álfasteinn hóf starfsemi sína í mars árið 2001. Leikskólinn er staðsettur í suðurbænum og stendur hátt á holti Hafnarfjarðar og er í nánasta umhverfi við hraunið, golfvöllinn og fjöruna. Í leikskólanum eru starfræktar fimm deildir; Hamar, Holt, Laut, Berg og Klettur og geta um 74 börn dvalið þar samtímis.
Á Álfasteini hefur frá upphafi verið horft til framfarastefnu heimspekingsins John Dewey‘s. Sú hugmyndafræði hefur verið eitt af leiðarljósum í skólastarfinu. Til að ná settu marki aðalnámskrár hafa kubbar Caroline Pratt verið stór þáttur í leik barnanna. Í þeirri stefnu er megináhersla lögð á að kenna börnunum gagnrýna og skapandi hugsun.
Við búum yfir þeim forréttindum að starfsfólkið okkar hefur brennandi áhuga á leikskólastarfinu og leitast ávallt við að gera sitt allra besta. Í leikskólanum hafa verið farnar nýjar leiðir til að nýta allt rými skólans í leikrými og stuðla þannig að betri námsaðstæðum fyrir börn og kennara, þar sem færri börn eru á hverri deild.
Hamar er núna miðdeild með börn á aldrinum 3-4. Ára
Holt er með hreinan aldurshóp 4. ára þetta skólaárið
Laut er elstu barna deild með 5 ára börn.
Yngri barna deildir með 18. mánaða til 3. ára.
Inga Líndal Finnbogadóttir – Leikskólastjóri
Jónína Rósa Ragnarsdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri
Þórdís Árnadóttir – Sérkennslustjóri
Elísabet Ósk Guðmundsdóttir – Deildarstjóri Hamar
Aldís Dröfbn Stefánsdóttir –Deildarstjóri Holt
Ásbjörg Skorastein- Deildarstjóri Laut
Katrín Sjöfn Róbertsdóttir – Deildarstjóri Berg
Helga Guðmundsdóttir – Deildarstjóri Klettur
Leó Kristberg Einarsson
Lára Sif Sigurjónsdóttir
Hafrún Lilja Elíasdóttir