Barnvænt starfsumhverfi og barnalýðræði

Í faglegu frístundastarfi er unnið markvisst með hugmyndir barna og barnalýðræði. Hafnarfjarðarbær stefnir að því að hljóta viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem barnvænt sveitarfélag. Barnvænt sveitarfélag er verkefni sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins. Innleiðing Barnasáttmálans inn í sveitarfélagið er hluti af heildarstefnu Hafnarfjarðar sem gildir til ársins 2035.  Grunnþættirnir horfa til þekkingar á réttindum barna, það sem er barninu fyrir bestu, að horft sé til réttinda barna, virðing borin fyrir skoðunum þeirra og að öll nálgun sé barnvæn. Öll börn og ungmenni eiga rétt til tómstunda og í tómstundamiðstöðvum bæjarins er áhersla lögð á að efla tækifæri barna og ungmenna í tómstundum í öruggu og gefandi umhverfi. Í starfinu á sér stað mikil áhersla og þróun í lýðræði og unnið markvisst að virkri þátttöku barna og ungmenna í mörkun á sínu eigin tómstundastarfi og þannig hlustað á raddir þeirra.

Ert þú fyrirmyndin sem við leitum að?

Ábendingagátt