
Fagleg fyrirmynd og tækifæri
Í tómstundamiðstöðvum Hafnarfjarðarbæjar er vilji fyrir því að starfshópurinn endurspegli fjölbreytileikann í samfélaginu og þannig kallað eftir áhuga og umsóknum frá einstaklingum með ólíkan bakgrunn, þekkingu, reynslu og áhugamál. Markmiðið er einfalt – að fjölbreyttur barnahópurinn geta fundið sér sína fyrirmynd og félaga í starfsmannahópnum. Hugmyndin er að starfsfólk geti nýtt sín eigin áhugamál m.a. í nýtt klúbbastarf fyrir börnin og ungmennin og fái þannig tækifæri til að deila gleðinni og áhuga á t.d. útivist, leiklist, fótbolta, dansi, matreiðslu, tónlist, skapandi skrifum eða borðspilum. Listinn er ótæmandi og veltur á hverjum og einum starfsmanni. Fjölbreytni í starfinu skiptir miklu máli og þess vegna er hver og einn starfsmaður hvattur til að koma með hugmyndir og vera óhræddur við að elta hugmyndir barna og skapa skemmtilegt starf, viðburði og dagskrá sem vekur gleði og ýtir undir áhuga á fjölbreyttu sviði.
Við erum barnvænt sveitarfélag
Barnvænt sveitarfélag er verkefni sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins. Innleiðing Barnasáttmálans inn í sveitarfélagið er hluti af heildarstefnu Hafnarfjarðar sem gildir til ársins 2035. Grunnþættirnir horfa til þekkingar á réttindum barna, það sem er barninu fyrir bestu, að horft sé til réttinda barna, virðing borin fyrir skoðunum þeirra og að öll nálgun sé barnvæn. Öll börn og ungmenni eiga rétt til tómstunda og í tómstundamiðstöðvum bæjarins er áhersla lögð á að efla tækifæri barna og ungmenna í tómstundum í öruggu og gefandi umhverfi. Í starfinu á sér stað mikil áhersla og þróun í lýðræði og unnið markvisst að virkri þátttöku barna og ungmenna í mörkun á sínu eigin tómstundastarfi og þannig hlustað á raddir þeirra.
Ert þú fyrirmyndin sem við leitum að? Sækja um starf