Forgangur á frístundaheimili

Tómstundastarf grunnskólanna er þjónusta sem Hafnarfjarðarbær hefur um árabil lagt ríka áherslu á að sinna af kappi og fagmennsku enda forvarnargildi starfsins ótvírætt. Börn sem búa við sérstakar aðstæður geta fengið forgang í frístund og nær forgangurinn líka til starfsfólks á frístundaheimilum Hafnarfjarðarbæjar.

Frístundaheimili – hægt er að sækja um dvöl á frístundaheimili um leið og umsókn um skólavist er virkjuð í völdum skóla. Frístund stendur öllum börnum í 1. – 4. bekk til boða við hverfisskóla frá því að skóladegi lýkur til kl. 16:30 alla virka daga, á skertum dögum og skipulagsdögum. Viðmið og væntingar ár hvert er að samþykkja allar umsóknir um frístundadvöl en endanleg niðurstaða ræðst á mönnun. Biðlisti eftir frístund raðast eftir fæðingardegi og ári, þannig að yngstu börnin fá fyrst pláss ef sótt er um fyrir ákveðinn tíma.

Ert þú fyrirmyndin sem við leitum að? Sækja um starf

 

Ábendingagátt