Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er hlúð að börnum með skapandi og hvetjandi starfi. Hægt er að sækja um leikskóla fyrir barn um leið og kennitala þess er skráð. Biðlistinn raðast eftir fæðingardegi og ári, þannig að elstu börnin innritast fyrst. Börn sem búa við sérstakar aðstæður geta fengið forgang inn í leikskóla. Á forgangurinn meðal annars við börn starfsfólks í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar.

Vertu með! Ég vil sækja um starf

Forgangur er hluti af hlunnindum starfsfólks leikskóla

Forgangur í leikskóla er hluti af hlunnindum starfsfólks leikskóla og hefur framtakið það að markmiði að gera nýbökuðum foreldrum og starfsfólki kleift að snúa aftur til starfa þegar fæðingarorlofi lýkur. Sótt er um leikskóladvöl fyrir barnið á Mínum síðum Hafnarfjarðarbæjar. Umsókn þarf að skila inn fyrir 1. mars árið sem óskað er eftir dvölinni. Barn verður að eiga lögheimili í Hafnarfirði til að fá leikskóladvöl, en það getur verið á biðlista þó að lögheimili sé annars staðar.

 

Í Hafnarfirði eru 18 leikskólar

Hægt er að sækja um fleiri en einn leikskóla í umsókninni og gildir forgangur í þá alla. Foreldrar eru hvattir til að skoða þá leikskóla sem eru í boði, hafa samband við viðkomandi leikskólastjóra og kynna sér starfið. Hægt er að velja dvalartíma frá allt frá 4 klukkustundum í 8,5 klukkustundir á dag, en þá alltaf á sama tíma alla vikudaga.

Ábendingagátt