
Heilsueflandi vinnustaður
Hafnarfjarðarbær er heilsueflandi vinnustaður og leggur áherslu á heilsu og velferð starfsfólks með markvissri innleiðingu á verkefninu Heilsueflandi vinnustaður á vegum Embættis Landlæknis. Heilsueflandi vinnustaður er heildræn nálgun sem hefur það að markmiði að stuðla að bættri heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustöðum. Virk þátttaka vinnuveitenda, starfsfólks og samfélagsins er mikilvægur þáttur í verkferlinu og í sameiningu mótar hver starfstöð sér heilsustefnu með virkri tímasettri aðgerðaáætlun sem er/verður aðgengileg og kunnug öllum þeim sem starfa á viðkomandi starfsstöð. Hér er það starfsstöðin sjálf og starfsfólkið sem spilar stærsta hlutverkið í innleiðingunni.
Ert þú fyrirmyndin sem við leitum að? Sækja um starf