Heilsuræktarstyrkur

Hafnarfjarðarbær styrkir starfsfólk sitt sem hefur starfað í a.m.k. 3 mánuði til að stunda heilsurækt – líkamlega og/eða andlega. Starfsfólk í 50-100% starfshlutfalli fær fullan styrk að fjárhæð kr. 18.000.- á ári. Starfsfólk í lægra starfshlutfalli en 50%, fær helming þeirrar fjárhæðar, eða kr. 9.000.- á ári.  Þessu til viðbótar getur starfsfólk sem kýs vistvænan samgöngumáta til og fá vinnu sótt um sérstakan samgöngustyrk að upphæð kr. 6.000.- mánaðarlega (viðmiðið er 50-100% starfshlutfall). Með vistvænum samgöngum er átt við allan ferðamáta annan en að ferðast með einkabíl eða vélknúnum farartækjum skv. skilgreiningu umferðarlaga, svo sem að ganga, hjóla, notkun rafmagnhjóls, rafmagnshlaupahjóls eða notkun almenningssamgangna.

Val um ólíkar leiðir til heilsueflingar

Starfsfólk hefur svigrúm til að velja ólíkar leiðir til að rækta heilsu sína og nýta sér ýmiskonar þjónustu en styrkirnir eru ekki einskorðaðir við líkamsrækt. Þannig getur til dæmis einnig verið um að ræða jóga, hugleiðslu, hugræna atferlismeðferð, dans, kvíðameðferð, söng- og leiklistarnámskeið, golfnámskeið eða karate svo nokkur dæmi séu nefnd. Viðmiðið er að um sé að ræða viðurkennda fagaðila hvort sem um ræðir andlega- eða líkamlega heilsu. Styrkurinn er hugsaður til að standa straum af kostnaði við að stunda heilsurækt en ekki til kaupa á íþróttavörum, tækjum eða búnaði. Starfsfólk í fæðingarorlofi getur sótt um styrkinn.

Ert þú fyrirmyndin sem við leitum að? Sækja um starf

 

Ábendingagátt