Hafnarfjarðarbær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem greiðir starfsfólki laun umfram kjarasamninga til að laða fólk að störfum í leikskólum bæjarins. . Hafnarfjarðarbær hefur greitt aukagreiðslur sem fasta yfirvinnu frá byrjun árs 2022 sem lið í virðisaukandi aðgerðum sveitarfélagsins sem snúa sérstaklega að starfsfólki leikskólanna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er hlúð að börnum með skapandi og hvetjandi starfi og mikil virðing borin fyrir starfinu.

 

Vertu með! Ég vil sækja um starf

Grunnlaunasetning starfsfólks hækkuð frá og með 1. febrúar 2023

Grunnlaunasetning starfsfólks leikskóla Hafnarfjarðarbæjar hefur verið hækkuð í takt við sambærileg störf hjá bænum og sú breyting tók gildi 1. febrúar 2023. Aðrar aðgerðir sveitarfélagsins til eflingar á því mikilvæga starfi sem unnið er innan leikskóla landsins snúa meðal annars að stuðningi til fagmenntunar, 75% starfsmannaafslætti af leikskólagjöldum, forgangi í leikskóla og styttingu vinnuvikunnar. Heildarlaun starfsmanns með stúdentspróf og eins árs starfsreynslu eru í dag (nóv 2023) um 602.000.- kr.  í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar.

Ábendingagátt