Hafnarfjörður býður upp á fjölbreytt frístundastarf fyrir fötluð börn og ungmenni.

Tómstundir fyrir fötluð börn

Kletturinn býður upp á fjölbreytt tómstunda-starf fyrir börn og unglinga  í 4.–10. bekk með fötlun eða greiningar. Kletturinn er staðsettur í Húsinu við Suðurgötu 14. Þar er lagt áhersla á faglega þjónustu sem skapar aðstæður og umhverfi til að þjálfa félagsfærni, samskiptafærni, styrkingu sjálfsmyndar og efla félagslega þátttöku og virkni. Reynt er að vinna með styrkleika hvers einstaklings og að koma til móts við ólíkar þarfir.

Skráning fyrir barn í starfið er á frístundavefnum Völu.

Opnunartími Klettsins

Kletturinn er opinn alla virka daga frá því að skóla lýkur til kl. 17. Á starfsdögum eða öðrum skertum skóladögum er Kletturinn opinn frá 8–17. Þá daga þarf að sækja um lengri viðveru á netfangið kletturinn@hafnarfjordur.is eða í síma 565 5100. Í vetrarfríum er lokað.

Ábendingagátt