Leikskólinn Norðurberg

Leikskólinn Norðurberg er staðsettur í norðurbæ Hafnarfjarðar og tók til starfa 16. ágúst 1982. Í dag er Norðurberg sex deilda leikskóli og í honum geta dvalið 101 börn samtímis og allt að 34 starfsmenn. Umhverfi leikskólans er mjög sérstakt og fallegt. Hraunið, mosinn, mikill trjágróður, hraunbollar eða klettar og að ekki sé minnst á fjöruna, allt er þetta innan sem rétt utan við leiksskólalóðina og gefur mörg tækifæri til leikja og uppgötvunar.

Leiðarljós í starfi leikskólans eru virðing og jákvæðni

Einkunnarorð leikskólans eru gagnkvæm virðing, komdu fram við náungann eins og þú villt að hann komi fram við þig og jákvæðni.
Rauði þráðurinn í gegnum uppeldi og menntun barna leikskólans er umhverfismennt. Lögð er áhersla á barnið og náttúruna og fléttast sú hugmyndafræði inn í allt sem við gerum í daglegu starfi og í þroskaferli/menntun barnanna. Leikskólinn hefur flaggað Grænfánanum í tvo áratugi, fyrstur leikskóla á landinu, þar sem markvisst er unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni.

Við leggjum áherslu á jákvæð og góð samskipti við börn og fullorðna í gegnum hugmyndafræði Howard Glasser, Að næra hjartað og vinnum einnig eftir hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar í málörvun leikskólabarna.

Nánari upplýsingar um innra starf leikskólans má finna í Skólanámskrá leikskólans.

Álfasteinn

Deild fyrir börn 2-3 ára

Tröllagil

Deild fyrir börn 3-4 ára

Birkiból

Yngstu börnin, 15 mánaða-2 ára

Klettaborg

Yngstu börnin, 15 mánaða-2 ára

Lundur

Deild fyrir tvo elstu árganga leikskólans 4 og 5 ára

 

Stjórnendur

Anna Borg Harðadóttir –  Leikskólastjóri

Gunnhildur Grímsdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Hulda Patricia Haraldsdóttir – Sérkennslustjóri

Elín Ósk Traustadóttir – Deildarstjóri Álfasteinn

Anna Marzena Bielinska – Deildarstjóri Tröllagil

Jóhanna Berentsdóttir – Deildarstjóri Birkiból

Sigríður Jenný Halldórsdóttir – Deildarstjóri Klettaborg

Berglind Mjöll Jónsdóttir og Lóa Björk Hallsdóttir – Deildarstjóri Lundur

Hrafnhildur Helgadóttir

Ólöf Lára Halldórsdóttir

Sonja Guðlaugsdóttir

Ábendingagátt