
Full vinnutímastytting (36 vinnustundir í stað 40 vinnustunda) hefur verið innleidd í öllum leikskólum Hafnarfjarðarbæjar og nær til alls starfsfólks. Unnið er eftir útfærslum sem henta starfseminni á hverjum stað sem skerða hvorki þjónustu né gæði leikskólastarfsins. Ófaglært starfsfólk semur um fyrirkomulag vinnutímastyttingunnar við stjórnendur á starfsstað og er viðmiðið að fundin sé leið að styttingu sem hentar hverjum og einum. Ófaglærðir taka sína styttingu út í hverjum mánuði.
Vertu með! Ég vil sækja um starf
Fyrirkomulag og útfærslur aðlagaðar að hverjum starfsstað
Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og annað háskólamenntað starfsfólk innan leikskóla Hafnarfjarðarbæjar hefur val um að vinna 40 stunda vinnuviku og safna upp styttingu (36 stunda vinnuvika jafngildir 23 uppsöfnuðum frídögum) sem tekin er út í betri vinnutíma á eftirfarandi tímabilum:
- Tveir dagar í október þegar vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar
- Frá og með 21. desember fram til 2. janúar
- Tveir dagar í febrúar þegar vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar
- Þrír dagar í dymbilviku fyrir páska
- Á orlofstímabili frá 15. maí – 15. september til viðbótar við orlofsrétt
Sérstakur stuðningur og hvatning
Rík áhersla hefur verið lögð á að það innan Hafnarfjarðarbæjar að efla og styrkja ófaglært starfsfólk innan leikskólanna meðal annars með stuðningi til réttindanáms í faginu en frá árinu 2015 hefur starfsfólk í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar fengið námsstyrki frá sveitarfélaginu til þess að stunda nám í leikskólakennarafræðum. Fjölmargir ófaglærðir starfsmenn hafa nýtt sér þessa leið og stuðning til menntunar í faginu.