Sveigjanlegur vinnutími

Það er mörg áhugaverð störf í boði innan grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar og þar með tómstundamiðstöðvanna – fullt starf (skólaliði og tómstund), hlutastarf og tímavinna. Starfið innan tómstundamiðstöðvanna skiptist annars vegar í frístundaheimili og hins vegar í félagsmiðstöðvar. Áhugasöm og öflug geta unnið við hvorutveggja.

Vinnutími frístundaheimilanna er sveigjanlegur

Frístundaheimilin eru opin frá kl. 13:10 –16:30 alla virka daga. Sumt starfsfólk vinnur alla daga á meðan annað vinnur 3-4 daga í viku. Þessi sveigjanleiki hefur reynst nemendum m.a. í framhaldsskóla og háskóla einstaklega vel og einnig skapandi fólki sem kýs að vinna að eigin verkefnum hluta dags. Þeir sem sækjast í hærra starfshlutfall geta skoðað störf innan grunnskólans á móti starfi á frístundaheimili.

Vinnutími félagsmiðstöðva er seinnipartinn og á kvöldin

Opið er þrjá seinniparta í viku frá kl. 17-19 fyrir nemendur í 5. – 7. bekk og þrjú kvöld í viku frá kl. 19:30-22 fyrir nemendur í  8. – 10. bekk. Þessi vinnutími hefur einnig reynst nemendum í framhaldsskóla og háskóla afar vel. Þeir sem sækjast í hærra starfshlutfall geta skoðað störf innan grunnskólans á móti starfi í félagsmiðstöð.

Ert þú fyrirmyndin sem við leitum að? Sækja um starf

 

Ábendingagátt