Tjarnarás

Einkunnarorð Tjarnaráss eru virðing og ábyrgð

Leikskólinn Tjarnarás er fjögurra deilda leikskóli í Áslandinu, þar sem stutt er í ósnortna náttúruna. Í Tjarnarási dvelja 91 börn á fjórum deildum sem heita Kærleiksheimar, Glaðheimar, Ljósheimar og Stjörnuheimar.

 

Einkunnarorð Tjarnaráss eru Virðing og ábyrgð

Helstu áherslur í starfi skólans er þátttaka, frumkvæði og sköpun barnanna þar sem frjálsi leikurinn er í fyrirrúmi. Stefna Tjarnaráss er að búa börnunum öruggt og lýðræðislegt lærdómssamfélag þar sem siðgæðisvitund barna er efld og lagður er grunnur að því að þau verði sjálfstæðir, hugsandi, skapandi, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi. Litið er á leikinn (Dewey) sem mikilvægustu námsleið barnsins og hlutverk kennarans er að styðja við nám barnanna í gegnum leik og umhverfi. Sýn leikskólans á börn er að þau séu fróðleiksfús, forvitin og virk í eigin lífi. Það er leikskólans að skapa öruggt og lærdómsríkt samfélag þannig að þau fái notið sín.

Sjá meira um hugmyndafræðina í skólanámskrá.

Kærleiksheimar

Börn fædd 2018 og 2019

Glaðheimar

Börn fædd 2018 og 2019

Ljósheimar

Börn fædd 2020, 2021 og 2022.

Stjörnuheimar

Börn fædd 2020, 2021 og 2022.

 

Stjórnendur

Eygló Sif Halldórsdóttir – Leikskólastjóri

Anna Svanhildur Daníelsdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Dagbjört Erla Ásgeirsdóttir – Sérkennslustjóri

Lísabet Ósk Jónsdóttir – Deildarstjóri Glaðheimum

Unnur Bryndís Daníelsdóttir – Deildarstjóri Stjörnuheimum

Hanna Rósa Sæmundsdóttir – Deildarstjóri Ljósheimum

Auður Ósk Hlynsdóttir – Deildarstjóri Kærleiksheimum

Arnþrúður Þórarinsdóttir

Valgerður María Sigurðardóttir

Vilhelm Már Bjarnason

Ábendingagátt