Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi með tækninýjungum. Þetta er mjög stórt breytingaverkefni bæði fyrir hið opinbera sem og einkageirann en ávinningurinn er að einfalda líf íbúa og bæta skilvirkni og rekstur. Umbætur með hagnýtingu tækninnar auðvelda íbúum að sækja þjónustu, fækka handtökum starfsmanna, auka gagnsæi og rekjanleika og gefa færi á betri nýtingu upplýsinga og gagna.
Samband íslenskra sveitarfélaga réð breytingastjóra um stafræna umbreytingu í lok árs 2019 til að vinna að stafrænu samstarfi sveitarfélaga í samræmi við stefnumörkun landsþings sambandsins fyrir það kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið á enda. Breytingastjóri byrjaði á því að setja á laggirnar faghóp um stafræna umbreytingu sem er skipaður stafrænum sérfræðingum sveitarfélaga. Í kjölfarið samþykkti stjórn sambandsins að skipa stafrænt ráð sveitarfélaga með fulltrúum frá öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga og Reykjavíkurborg til að vera tengiliður við sveitarfélögin og styðja við uppbyggingu stafræns samstarfs þeirra. Í júní 2021 var svo stofnað stafrænt umbreytingateymi sambandsins með þremur sérfræðingum til að vinna að framkvæmd stafrænna samstarfsverkefna sveitarfélaga. Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti jafnframt að sambandið yrði aðili að stefnu um stafræna þjónustu hins opinbera.
Vefsíðan stafraen.sveitarfelog.is er stuðnings- og upplýsingasíða um stafrænt samstarf sveitarfélaga. Þar er hægt að sjá hvaða samstarfsverkefni sveitarfélaga sem eru í gangi. Þar er einnig verkfærakista fyrir stafræna umbreytingu sveitarfélaga með sniðmáti og leiðbeiningum, t.d. um áhættugreiningar. Til viðbótar hafa verið settar inn á síðuna tæknilausnir sem sveitarfélögin geta sjálf sett upp á sínum síðum á einfaldan hátt, svo sem reiknivél fyrir leikskólagjöld, sorphirðudagatal og fl. Auk þess eru þar reynslusögur sveitarfélaga til að yfirfæra stafræna reynslu á milli þeirra. Vefsíðan er einnig fréttaveita um það sem er að gerast í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga. Jafnframt er gefið út mánaðarlega fréttabréf sem hægt er að gerast áskrifandi að eða fylgja Facebook síðunni Stafræn sveitarfélög .
Framsýnir leiðtogar sveitarfélaga um allan heim leggja nú áherslu á að kveðja áratuga gamlar hugmyndir um verkferla og þjónustu og horfa í meira mæli til nýrra tíma þar sem þjónustan við íbúa og fyrirtæki er að miklu leyti stafræn, starfsfólk vinnur í verkefnamiðuðu umhverfi, gögn eru hagnýtt til að bæta ákvörðunartöku og sjálfbærni sett í forgang. Stafræn umbreyting er komin til að vera. Sveitarfélög þurfa að móta stefnu í þessum málum og fylgja þeirri þróun sem á sér stað allt í kringum okkur. Upplýsingatæknikerfi sveitarfélaga þurfa að styðja við aukinn hraða í þróun, sjálfvirkni og gagnavinnslu og huga þarf að samvirkni innri og ytri kerfa .
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…