Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í fimm ár hefur starfsfólki í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar staðið til boða námsstyrkir frá bænum til þess að stunda nám í leikskólakennarafræðum. Markmiðið með framtakinu er að auka hlutfall fagmenntaðra í leikskólum sveitarfélagsins og þar með í hópi leikskólakennara.
Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti tvö af þeim 30 sem hafa tekið þessum möguleika fegins hendi þetta skólaár, þau Guðbjörgu Bjarkadóttur og Stephen James Midgley. Vinnustaður þeirra samhliða náminu er Skarðshlíðarleikskóli, en hann deilir húsnæði með grunnskóla, tónlistarskóla og íþróttahúsi og samstarf þessara starfseininga býður jafnt nemendum sem starfsfólki upp á fjölbreyttar leiðir til náms og sköpunar.
Stephen er fæddur 1981 og mætti segja að hann sé kynslóð á undan Guðbjörgu, sem er fædd 1999. Fjölskylduhagir þeirra eru einnig ólíkir, en Stephen er giftur fjögurra barna faðir, en Guðbjörg er barnlaus og kláraði framhaldsskólanám 2018. „Ég var framkvæmdastjóri fyrirtækis áður en ég valdi þennan vettvang, einn á skrifstofu og með mannaforráð,“ segir Stephen, en það hafi átt betur við hann að vinna á leikskóla og hann hafði góða reynslu af börnum, með fjögur slík heima. „Ég hafði hugsað mér að læra til leikskólakennara en miklaði fyrir mér að fara í háskólanám og missa heimilistekjurnar. Ég var búinn að starfa á Tjarnarási í töluverðan tíma þegar skólastjórinn þar benti mér á þessa leið. Ég sótti um og finnst þetta frábært tækifæri – að fá greitt fyrir að læra og einnig þegar prófatíðin er og lotur í náminu. Þetta er líka kjörið tækifæri til að fjárfesta í sjálfum mér,“ segir Stephen og brosir. Hann hóf störf í Skarðshlíðarleikskóla núna í haust og líkar afar vel þar, eftir eitt ár á Tjarnarási.
Stephen og Guðbjörg, seint í haust, fyrir utan skólann.
Guðbjörg hóf störf í Skarðshlíðarleikskóla fyrir ári sem almennur starfsmaður og var áður fjóra mánuði á Hamravöllum. „Ég hafði skráð mig í BA-nám í íslensku í HÍ, en hætti við eftir að ég sá kynningu á þeim möguleika að fá greitt fyrir að læra að verða leikskólakennari. Ég bara greip tækifærið því ég hafði vel hugsað mér að verða leikskólakennari. Það var líka hjartanu nær,“ segir hún og bætir aðspurð við að það mest heillandi við starfið séu börnin og gleðin og hvað börn eru yfirleitt áhugaverðir einstaklingar. „Allt frá því að ég var í 8. bekk í Hraunvallaskóla hef ég verið að þjálfa 6-10 ára börn í frjálsum og fannst það eiga vel við mig. Leikskólastarfið hjálpar manni heilmikið með að stíga út fyrir þægindarammann. Þegar ég átti í fyrsta sinn að vera með samveru fyrir krakkana hugsaði ég guð minn góður því ég hef alltaf átt erfitt með að standa fyrir framan hóp og tjá mig. Núna er ég farin að spila á gítar og syngja allskonar söngva, búa til leikrit og ýmislegt annað. Eitthvað sem mér hefði ekki dottið í hug að ég gæti gert. Börnin hjálpa manni líka svo mikið við þetta því þau dæma aldrei, heldur hvetja og styðja ef eitthvað er.“
Útisvæði Skarðshlíðarleikskóla.
Gaman er að geta þess að Stephen spilar líka á gítar, sem og þriðji starfsmaður Skarðshlíðarleikskóla sem er á sama samningi og viðmælendur okkar. „Þegar ég ræddi við vin minn um daginn minntist ég á í gamni við hann að einu leiðirnar fyrir mig til að fá borgað fyrir að gera það sem er skemmtilegt hefðu verið að vera tónlistarmaður, atvinnumaður í fótbolta eða leikskólakennari. Þetta var raunsæjasti valmöguleikinn. Starfsánægjan hefur líka góð áhrif á börnin. Það er svo margt sem þau læra hér sem er ekki endilega hluti af skipulögðu skólastarfi. Bara í því sem þau fást við daglega. Gleði, sköpun, hjálpsemi og hressleiki. Það er heldur ekki hægt að fela persónu sína fyrir börnunum, þau draga hana bara fram á sinn einlæga og opinskáa hátt og það er öllum hollt,“ segir Stephen að lokum.
Frá opnun Skarðshlíðarleikskóla.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…