Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sumarstörfum fyrir námsfólk og frumkvöðla milli námsanna, 18 ára og eldri, var fjölgað til muna í sumar og hefur hluti hópsins hreiðrað um sig í nýsköpunarstofu í Menntasetrinu við Lækinn.
Sumarstörfum fyrir námsfólk og frumkvöðla milli námsanna, 18 ára og eldri, var fjölgað til muna í sumar og hefur hluti hópsins hreiðrað um sig í nýsköpunarstofu í Menntasetrinu við Lækinn. Um er að ræða sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu, í samvinnu við Vinnumálastofnun.
Bæjarblaðið Hafnfirðingur við Idu Jensdóttur, verkefnastjóra í mannauðsteymi Hafnarfjarðarbæjar
Hópurinn sem starfar í Nýsköpunarstofunni í sumar. Mynd/OBÞ
„Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað í vor að skapa 250 ný störf í sumar vegna stöðunnar í samfélaginu. Við fengum úthlutað 160 störfum frá Vinnumálastofnun og um 75 ungir námsmenn sinna nú fjölbreyttum og skemmtilegum sumarstörfum s.s. á sviði umhverfis- og framkvæmdamála, upplýsingatækni, fræðslumála, fjölskyldumála, menningarmála og heilsueflandi samfélags í nýsköpunarstofu, á vettvangi eða í öðru húsnæði sveitarfélagsins. Vinnuskóli Hafnarfjarðar fékk önnur störf og fleiri til til úthlutunar hjá sér. Þeir fyrstu hófu störf fyrir réttum tveimur vikum síðan og þeir nýjustu í vikunni. Við erum enn að taka á móti nýju fólki,“ segir Ida, sem verður með aðsetur í nýsköpunarstofu í sumar og hópnum til aðstoðar. Auk þess hefur hópurinn greiðan aðgang að umsjónaraðilum starfanna og öðrum sérfræðingum innan sveitarfélagsins.
Í setrinu. Mynd/OBÞ
Ida var ráðin tímabundið í mannauðsteymi Hafnarfjarðarbæjar í upphafi árs í margskonar verkefni og þar ber hæst innleiðing á nýju fræðslukerfi sem heldur utan um alla fræðslu til starfsfólks hjá sveitarfélaginu. Fleiri skemmtileg og krefjandi verkefni hafa fallið til og m.a. að aðstoða við þetta átaksverkefni. Áður var Ida stjórnandi, bæði í leikskólanum Sjálandi sem hún stofnaði árið 2005 og Arnarskóla, sem hún ásamt góðu fólki opnaði 2017 og er grunnskóli í Kópavogi fyrir börn með þroskafrávik. „Mig óraði aldrei fyrir því áður ég kom hingað hversu mikil umsvif eru hjá þessu sveitarfélagi. Hluti af innleiðingu fræðslukerfisins er að hitta stjórnendur hjá bænum og þannig hef ég fengið innsýn inn í hlutverk þeirra og verkefni. Það er mjög mikið skemmtilegt og skapandi í gangi alls staðar og áskoranirnar á sama tíma margar. Ég er nýflutt í Hafnarfjörð en mér finnst ég vera orðinn hluti af þessu flotta samfélagi. Það segir ansi margt um þennan bæ.“
Í nýsköpunarstofunni fæst unga fólkið, að sögn Idu, við alls kyns hluti. „Þau eru að fást við mjög fjölbreytt verkefni, allt frá því að skoða hönnun og smíði afþreyingartækja, heilsuefling í Húsinu, opna kaffihús, ljósmyndun og skoða kennsluforrit yfir í að rýna í viðhorfskannanir og rannsóknir á ólíku sviði, kortleggja heimsmarkmiðin, þarfagreining á bókasafni, skoðun útivistarsvæða og skráningar hjá Byggðasafninu. Átakið tengist mörgum af starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar. Það er mín tilfinning að þessi ólíki hópur muni standa sig vel og sinna sínum störfum af áhuga. Þau eru að kynnast og finna taktinn, því krafa er um sjálfstæð vinnubrögð auk þess sem svigrúm er fyrir þau að setja sitt mark á verkefnin. Við hlökkum mikið til að sjá afraksturinn í ágúst þegar þau skila inn verkefnum og kynna þau fyrir okkur,“ segir Ida að lokum.
Viðtal við Ídu var birt í Hafnfirðingi 3. júlí 2020
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…