Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í haust eru tvö ár liðin síðan fyrsti áfangi Skarðshlíðarskóla var afhentur Hafnarfjarðarbæ og kennsla gat hafist grunnskólanum. Í ágúst í fyrra opnaði Skarðshlíðarleikskóli í sömu byggingu og í vetur bætist við útibú Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og glæsilegt íþróttahús. Nú þegar er komin góð reynsla af samstarfinu á leik- og grunnskólastigi og mikil tilhlökkun ríkir með tækifærin sem fylgja því að bæta tónmenntakennslu í flóruna.
Skapandi og fjölbreytt samstarf leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla í nýju íbúðahverfi
Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti Ingibjörgu Magnúsdóttur grunnskólastjóra, Berglindi Kristjánsdóttur leikskólastjóra og Eirík Stephensen tónlistarskólastjóra, sem eru m.a. sammála um að einstakt umhverfi skólans í Skarðshlíð hafi mikið að segja fyrir skólastarfið.
Frá sameiginlegu skólastarfi í Skarðshlíð. Mynd/aðsend
„Samstarf grunnskólans og leikskólans undanfarið ár hefur verið mjög gott. Við höfum m.a. lagt upp með alls kyns samveru leikskólanemenda úr tveimur elstu árgöngum og grunnskólanemenda á yngsta stigi, í Lífshlaupinu, jólaleikriti og söngstundum. Það var t.d. svo gaman að fá Eirík og Stefán Ómar Jakobsson á sal hjá okkur í fyrra til að syngja með okkur og spila undir,“ segir Ingibjörg og Berglind bætir við: „Þau voru ekkert smá spennt, bara eins og að Justin Bieber væri að koma. Eiríkur: „Svo komum við bara, tveir miðalda karlar sem minntu frekar á Gylfa Ægis og Árna Johnsen.“ Þau skellihlæja og það er greinilegt að andinn er léttur meðal þessa þríeykis og mikill vilji til að gera eitthvað skapandi saman í vetur. Þau eigi eftir að hittast oftar og móta það betur.
Stefán Ómar og Eiríkur á góði söngstund í skólanum. Mynd/aðsend
Ingibjörg nefnir í því samhengi að síðastliðið ár hafi verið boðið upp á valáfanga í unglingadeild þar sem nemendum gátu spreytt sig á verkefnum í daglegu starfi leikskólakennara. Um sé að ræða tvö valtímabil yfir veturinn. „Það gekk mjög vel. Fjórir nemendur komu tvisvar í viku í klukkutíma í inniveru eða útiveru með leikskólabörnunum. Þar urðu til fallegar tengingar, ungu börnin voru síður smeyk við unglingana, sem á móti fundu til ábyrgðartilfinningar og stolts.“ Berglind tekur fram að eðli málsins samkvæmt taki ungmennin ekki á hegðunarvanda eða sjái um bleyjuskipti og slíkt, heldur eigi fyrst og fremst samskipti við börnin í leik og starfi og fái svo umsögn. „Það er gott að hafa flæði á milli þessara starfsstöðva og við starfsfólkið á báðum stigum höfum verið mjög samtaka. Að sjálfsögðu auðveldar það 6 ára börnum að byrja sitt skólastarf eftir að hafa kynnst svæðinu, byggingunni og jafnvel starfsfólki grunnskólans áður,“ segir Ingibjörg.
Ingibjörg, Berglind og Eiríkur í einu af kennsluherbergjum TH í Skarðshlíð. Mynd/OBÞ
Berglind segir margt hafa áorkast í samstarfinu undanfarið ár, þrátt fyrir tilkomu COVID19. „Hér ríkir sameiginleg sýn stjórnenda á hvernig hægt er að samþætta mannauðinn til að byggja upp öflugt skólastarf sem er og verður í stöðugri þróun og nemendum okkar til heilla. Það er svo margt hægt að gera og orkan og viljinn í starfsfólkinu hér eru alveg mögnuð. Margir starfsmenn eru ánægðir með að mega og geta haft áhrif á skólastarfið og skipar bókasafnið hér þar mikilvægan sess. Þegar ég hef útskýrt fyrir foreldrum skipulagið hérna með flæðinu á milli skólastiga hef ég einnig fundið hvað þeim finnst það jákvætt.“ Ingibjörg tekur undir þetta og bætir við: „Við höfum líka verið mjög heppin með það að fólk sem hefur sótt um starf hér, hefur gert það vegna þess að það er hrifið af hugmyndafræðinni sem ríkir hér og því hvernig skólasamfélagið virkar. Þegar við förum svo að auglýsa að það sé forskóli í skólanum hér þá mun fólk örugglega grípa það tækifæri. Við erum með yfir 90 börn hér í frístund og þegar þau munu einnig hafa aðgang að tónlistarskóla í henni, þá efast ég ekki um vinsældirnar.“
Sífellt yngri nemendur sækja nám í tónmennt. Mynd frá Degi tónlistarskólanna. (OBÞ)
Eiríkur kemur þarna aftur inn í samræðurnar og segist hafa einmitt keypt falleg forskólahljóðfæri svo sem tréspil, trommur og hristur. „Ég lagði áherslu á að keypt yrðu vönduð og endingargóð hljóðfæri sem verða líklega enn í notkun þegar við þrjú verðum komin á Hrafnistu. Við viljum fylla rýmin hér af nemendum og hjá okkur ríkir mikil tilhlökkun með að hefja samstarfið. Við fórum aðeins inn í skólann í fyrra, svona til að máta, og erum núna að koma formlega inn í þetta.“
Ýmis hljóðfæri eru þegar komin í kennslurýmin. Mynd/OBÞ
Þessi líka fíni flygill og fleiri hljóðfæri. Mynd/OBÞ
Hann segir þá tónlistarkennara sem hafi prófað aðstæðurnar beri þeim vel söguna og finnist umhverfið heillandi. „Ég held að eftir nokkur ár verði rifist um að fá að kenna hér og sér í lagi að geta kennt á skólatíma. Ég á pottþétt eftir að þurfa að ráða fleiri kennara á næstu árum. Það eru til margar rannsóknir sem sýna fram á gagnsemi tónlistar, ekki bara fyrir manneskjurnar sjálfar heldur sem góður grunnur fyrir annars konar nám en tónlist. Það er talað um að því yngri sem nemendur eru, því betra, enda sífellt yngri börn að hefja tónlistarnám. Við réðum inn músíkþerapista í vetur, Ingu Björku Ingadóttur, sem er bæði með kennslu og ráðgjöf. Nokkrir nemenda okkar eru með alls kyns greiningar og þurfa þá kannski aðeins öðruvísi nálgun.“
Dæmigerð forskólaleikföng. Mynd/OBÞ
Það er þétt setið í tónlistarskólanum við Strandgötu og segir Eiríkur þungann á starfinu vera seinni part dags, en með aðstöðunni í Skarðshlíð verði hægt að reikna með að nemendur sem búi á Völlunum geti sótt sína kennslu þar. Hann þagnar í þrjár sekúndur og segist svo vera með hugmynd, sem hann beinir til Ingibjargar. „Ég gæti boðið upp á valfag hjá ykkur í vetur fyrir unglinga, í stað þess að taka þá úr tímum eins og til stóð. Ég kem úr þannig umhverfi fyrir norðan í Eyjafirði. Þar er blandaður skóli á einum stað og það auðveldar allt samstarf og vandamálin voru leyst á kennarastofunni. 30-50% nemenda eru að jafnaði einnig í tónlistarnámi. Þegar fram í sækir gætu vel orðið að lágmarki 20% nemenda hér, eða u.þ.b. 100 nemendur.“ Ingibjörg tók að vonum vel í hugmynd Eiríks sem verður rædd nánar og endurspeglar hið skapandi skólastarf og samstarf sem á sér stað í Skarðshlíðinni.
6 ára bekkur í útikennslu fimmtudag í sl. viku. Mynd/OBÞ
Ingibjörg, Berglind og Eiríkur eru sammála um að Vellirnir séu ört vaxandi og öflugt samfélag og Eiríkur segir að ef hann væri með börn á grunnskólaaldri myndi hann velja að búa á Völlunum. Svo sé einstakt að svona mikil samfélagsþjónusta sé þegar risin í hverfi sem er bara rétt að byggjast upp. „Verktakarnir sem byggðu skólann kölluðu t.d. útileiksvæði leikskólans Rolls Royce-inn vegna þess að þar er svo einstaklega falleg og ósnortin náttúra í umhverfinu. Við höfum líka orðið vör við að börnin kalla síður eftir leikföngum í svona umhverfi. Að auki þá nýtum við umhverfi skólabyggingarinnar óspart til að auka við fjölbreytni, sveigjanleika og þróun í skólastarfi,“ segir Berglind.
Viðtal birtist í Hafnfirðingi 9. september 2020
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…