Faglegt frístundastarf og skapandi starfsumhverfi

Hafnarfjarðarbær rekur frístundaheimili og félagsmiðstöðvar í öllum grunnskólum bæjarins og kallast þessar tvær einingar saman tómstundamiðstöðvar. Rík áhersla er lögð á faglegt og árangursríkt tómstundastarf á öllum aldursstigum. Í boði er uppbyggjandi, skapandi, skemmtilegt og gefandi starfsumhverfi með heilum hafsjó af tækifærum og hlunnindum. Fullkomið starf með skóla, áhugamálum og/eða öðrum verkefnum. Eiginlega svona eitt með öllu!

Ert þú fyrirmyndin sem við leitum að? Sækja um starf

Afsláttur af frístundagjöldum

Starfsfólk í frístundaheimilum Hafnarfjarðarbæjar fær 75% afslátt af dvalargjaldi síns barns á frístundaheimili. Afslátturinn er af dvalargjaldi en ekki af mat (morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu). Næsti yfirmaður tekur á móti umsóknum um afslátt.

Barnvænt starfsumhverfi og barnalýðræði

Í faglegu frístundastarfi er unnið markvisst með hugmyndir barna og barnalýðræði. Hafnarfjarðarbær stefnir að því að hljóta viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem barnvænt sveitarfélag.

Fagleg fyrirmynd og tækifæri

Í tómstundamiðstöðvum Hafnarfjarðarbæjar er vilji fyrir því að starfshópurinn endurspegli  fjölbreytileikann í samfélaginu og þannig kallað eftir áhuga og umsóknum frá einstaklingum með ólíkan bakgrunn, þekkingu, reynslu og áhugamál.

Forgangur á frístundaheimili

Tómstundastarf grunnskólanna er þjónusta sem Hafnarfjarðarbær hefur um árabil lagt ríka áherslu á að sinna af kappi og fagmennsku enda forvarnargildi starfsins ótvírætt. Börn sem búa við sérstakar aðstæður geta fengið forgang í frístund og nær forgangurinn líka til starfsfólks…

Heilsueflandi vinnustaður

Hafnarfjarðarbær er heilsueflandi vinnustaður og leggur áherslu á heilsu og velferð starfsfólks með markvissri innleiðingu á verkefninu Heilsueflandi vinnustaður á vegum Embættis Landlæknis.

Heilsuræktarstyrkur

Hafnarfjarðarbær styrkir starfsfólk sitt sem hefur starfað í a.m.k. 3 mánuði til að stunda heilsurækt – líkamlega og/eða andlega. Starfsfólk í 50-100% starfshlutfalli fær fullan styrk að fjárhæð kr. 18.000.- á ári.

Stytting vinnuvikunnar

Full vinnutímastytting (36 í stað 40 vinnustunda) hefur verið innleidd á öllum starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar og nær að sjálfsögðu einnig til alls starfsfólks tómstundamiðstöðva bæjarins. Unnið er eftir útfærslum sem henta starfseminni á hverjum stað og skerða hvorki þjónustu né gæði…

Sveigjanlegur vinnutími

Það er mörg áhugaverð störf í boði innan grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar og þar með tómstundamiðstöðvanna – fullt starf (skólaliði og tómstund), hlutastarf og tímavinna.

Við erum Hafnarfjarðarbær

Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær landsins, framsækið og fjölskylduvænt sveitarfélag sem býður upp á fjölbreytta þjónustu á rúmlega 70 starfsstöðvum um allan bæ.

Vinna í þínu hverfi – allir græða

Það sparar bæði tíma og pening að vinna nálægt heimilinu. Svo er ákveðinn sjarmi við það að þekkja vel til og mögulega þekkja skólann. Ef starfsfólk tómstundamiðstöðva nýtir umhverfisvæna samgöngumáta til og frá vinnu vinnur það sér inn réttinn á…