Framtíðin er okkar

Við viljum að þú mótir framtíðina með okkur. Hafnarfjarðarbær leitar að faglegum og metnaðarfullum leikskólakennurum og öðrum áhugasömum til starfa hjá leikskólum bæjarins í starfsumhverfi þar sem fagmennska, þróun, vöxtur og vellíðan ræður för.  Skapandi og skemmtilegt umhverfi með heilum hafsjó af tækifærum og hlunnindum.

Vertu með! Umsókn um starf

Afsláttur af leikskólagjöldum

Starfsfólk í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar fær 75% afslátt af dvalargjaldi í leikskóla eða um 25.000.- kr. afslátt á hverjum mánuði. Afslátturinn er af dvalargjaldi en ekki af mat (morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu). Vertu með!

Forgangur í leikskóla

Börn starfsfólks leikskóla Hafnarfjarðar fá forgang í leikskóla. Forgangurinn er hluti af hlunnindum starfsfólks og hefur það að markmiði að gera nýbökuðum foreldrum og starfsfólki kleift að snúa aftur til starfa þegar fæðingarorlofi lýkur. Vertu með!

Hafnarfjarðarleiðin

Framtíðin er okkar! Við viljum fylla skólana okkar af faglegu og öflugu starfsfólki. Allar aðgerðir Hafnarfjarðarbæjar hafa það að markmiði að ýta undir áhuga faglærðra og heilla þá í fjölbreytt og lifandi störf á leikskólum Hafnarfjarðar. Vertu með!

Heilsuræktarstyrkur

Starfsfólk fær styrk til að stunda heilsurækt og fær svigrúm til að velja ólíkar leiðir. Til viðbótar getur starfsfólk sem kýs að nota vistvænan samgöngumáta til og fá vinnu sótt um sérstakan samgöngustyrk. Vertu með! 

Kaup og kjör

Hafnarfjarðarbær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem greiðir starfsfólki laun umfram kjarasamninga auk þess sem grunnlaunasetning starfsfólks var hækkuð frá og með 1. febrúar 2023 í takt við sambærileg störf hjá bænum. Vertu með!

Stuðningur til fagmenntunar

Starfsfólk í leikskólum Hafnarfjarðar getur fengið námsstyrki frá sveitarfélaginu til þess að stunda nám í leikskólakennarafræðum. Framtakið hefur það að markmiði að auka hlutfall fagmenntaðra í leikskólum bæjarins. Vertu með!

Stytting vinnuvikunnar

Full vinnutímastytting (36 vinnustundir í stað 40 vinnustunda) hefur verið innleidd í öllum leikskólum Hafnarfjarðarbæjar og nær til alls starfsfólks. Unnið er eftir útfærslum sem henta starfseminni á hverjum stað sem skerða hvorki þjónustu né gæði leikskólastarfsins. Vertu með!

Við erum Hafnarfjarðarbær

Í Hafnarfirði eru 18 leikskólar með rúmlega 500 starfsmönnum sem starfa í faglegu, skapandi og skemmtilegu umhverfi með heilum hafsjó af tækifærum og hlunnindum. Hjálpaðu okkur að móta framtíðina. Vertu með!