Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær býður íbúum upp á margs konar þjónustu. Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir ýmsar þjónustur.
Afsláttur reiknast af almennu dvalargjaldi, fyrir hvert barn umfram eitt. Fyrir yngsta systkini er greitt fullt gjald, en afsláttur veittur.
Mánaðarleg niðurgreiðsla miðast við dvalartíma barns að hámarki með eftirfarandi hætti.
Sækja þarf um viðbótarniðurgreiðslu og skila inn öllum gögnum fyrir þann 20. mánuðinn áður en viðbótarniðurgreiðslur eiga að hefjast. Athugið að afslættir og viðbótarniðurgreiðslur eru ekki afturvirkar og gilda því frá næstu mánaðarmótum eftir að umsókn hefur verið samþykkt
Öll gjöld sem viðkoma því að byggja hús og mannvirki.
Upplýsingar um stjörnumerkingar í gjaldskrá.
* Greitt við umsókn um byggingarleyfi og heimild til deiliskipulagsmeðferðar og umsókn um yfirferð eignaskiptayfirlýsingar.
** Greitt við samþykkt á byggingaráformum eða samþykkt skipulags.
*** Vísað í reglur um stöðuleyfi.
Lóðarverð íbúðarhúsnæðis er samsett úr gatnagerðargjaldi og byggingarréttargjaldi. Vegna annarra húsa er aðeins innheimt gatnagerðargjald.
Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er sá fermetrafjöldi byggingar sem heimilt er að reisa á tiltekinni lóð, sbr. Samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfjarðarkaupstað nr.1095 sem samþykkt var af bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar þann 27. september 2022.
Gatnagerðargjald af íbúðarhúsnæði er eftirfarandi hlutfall byggingarkostnaðar eins og hann er hverju sinni í vísitöluhúsi fjölbýlis samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 41/1987 með síðari breytingum, um vísitölu byggingarkostnaðar:
Vísitöluhús (skv. Hagstofu) í nóvember 2024 er 301.961 kr.
Af B-rými húsnæðis skal greiða 25% af ofangreindu hlutfalli af gatnagerðargjaldi og 25% af ofangreindri upphæð byggingarréttargjalds.
Af bílakjöllurum skal greiða 25% af ofangreindu hlutfalli af gatnagerðargjaldi.
Lóðarverð samkvæmt samþykkt þessari uppfærist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu. Gildir það um báða hluta lóðarverðsins, gatnagerðargjald og byggingarréttargjald.
Lóðarverð við úthlutun á lóð, er m.v. verðgrunn Hagstofunnar,fyrir gatnagerðargjald sem gildir á úthlutunardegi sem er fundardagsetning bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn getur við úthlutun lóða ákveðið að óska eftir tilboðum þar sem lóðarverð skv. samþykkt þessari er lágmarksverð.
Lóðarverð við úthlutun, miðast við þá byggingarvísitölu er gildir á fundardagsetningu bæjastjórnar er úthlutun fer fram.
Ef samþykkt verður breyting á deiliskipulagi að ósk lóðarhafa, sem felur í sér aukinn byggingarrétt á lóð eða breytta húsagerð (t.d. úr einbýlishúsi í parhús eða úr raðhúsi í fjölbýlishús), áskilur Hafnarfjarðarbær sér rétt til að endurskoða söluverð byggingarréttar á viðkomandi lóð(um), og/eða að innheimta greiðslu fyrir aukinn byggingarrétt, með hliðsjón af söluverði sambærilegs byggingarréttar á nálægum lóðum. Skipulagsbreyting að ósk lóðarhafa leiðir þó aldrei til lækkunar söluverðs byggingarréttar.
Gatnagerðargjald hækkar eða lækkar 1. hvers mánaðar að teknu tilliti til breytinga byggingarvísitölu og vísitöluhús Hagstofunnar hverju sinni.
Hér er hægt að kynna sér frekar fasteignagjöld og slá inn forsendur í reiknivél fasteignagjalda.
Gjalddagar fasteignagjalda 2024 eru 10. Fyrsti gjalddagi er 1. febrúar og síðan fyrsta hvers mánaðar til 1. nóvember. Í þeim tilvikum sem fasteignagjöld ársins eru kr. 25.000 eða lægri er öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga ársins þann 1. febrúar. Eindagi fasteignagjaldanna er 30 dögum eftir gjalddaga.
Reiknivél fasteignagjalda er hægt að nálgast Hér
Reglurnar má kynna sér með að smella hér
Vatnsgjaldið innheimtist með fasteignagjöldum.
Notkunargjald 38 kr. pr. mælt tonn er lagt á samkvæmt ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs 5. október 2022.
Heimilt er að leggja allt að fimmfalt bryggjugjald á skip og báta sem liggja lengi við bryggju og hafa verið án haffærisskírteinis í að minnsta kosti 6 mánuði.
Vörugjöld eru greidd af inn-, út- og milliskipunum allra vara, sjá nánar í gjaldskrá
Sundlaugar, frístundaheimili, sumarnámskeið og matjurtagarðar.
*Veittur er 50% afsláttur af verði ef systkini sækja sama námskeiðið.
Bókasafn, Byggðasafn og Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð.
*Lánþegi má bæta safninu skaðann með nýju eintaki
Ef keyptar eru fleiri en 15 myndir vegna bókaútgáfu og sýninga er veittur 30% afsláttur frá verðskrá
* Ekkert tímagjald er fyrstu 20 mínúturnar
Stuðningsþjónusta á heimili, matur og heilsuefling fyrir eldri borgara, aksturþjónusta eldra fólks og fólks með fötlun.
Þegar lengd á heimæð er yfir 30 metra reiknast umframkostnaður sérstaklega að lokinni tengingu heimæðar.
Innifalið í gjöldum er efni og vinna.
Var efnið hjálplegt?