Barnvænt sveitarfélag
Barnvænt sveitarfélag er verkefni sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins.
Barnvænt sveitarfélag
Barnvænt sveitarfélag er verkefni sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins. Verkefnið byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative, sem hefur verið innleitt í þúsundum sveitarfélaga um allan heim síðan árið 1996.
Innleiðing Barnasáttmálans inn í sveitarfélagið, ásamt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er hluti af heildarstefnu Hafnarfjarðar sem gildir til ársins 2035. Í stefnunni er lögð áhersla á að viðmið Barnasáttmálans séu notuð í þjónustu við börn og ungmenni.
Innleiðing Barnasáttmálans felur í sér samþykki sveitarfélagsins til að hafa sáttmálann að leiðarljósi í starfi sínu og að grunnþættirnir fimm gangi sem rauður þráður í gegnum stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga. Barnvæn sveitarfélög stuðla að virkri þátttöku barna í málefnum sem snerta þau og eiga sveitarfélögin markvisst samráð við börn og ungmenni til að bæta þjónustu sína. Barnvæn sveitarfélög byggja á fimm grunnþáttum sem allir tengjast réttindum barna.
- Þekking á réttindum barna.
- Því sem barni er fyrir bestu.
- Jafnræði – að horft sé til réttinda barna.
- Þátttöku barna.
- Barnvænni nálgun.
Grunnþættirnir fimm

Þekking á réttindum barna.

Það sem er barninu fyrir bestu

Jafnræði – að horft sé til réttinda allra barna

Þáttaka barna.

Barnvæn nálgun
Innleiðing Barnasáttmálans
-
Staðfesting
Innleiðingarferli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á sér stað í átta skrefum sem sveitarfélagið stígur með það að markmiði að virða og uppfylla réttindi barna. Hér að neðan má sjá hvaða þrep Hafnarfjörður hefur lokið í þeirri vegferð að verða Barnvænt sveitarfélag.
Þann 27. mars 2019 undirrituðu UNICEF á Íslandi og Hafnarfjarðarbær samstarfssamning. Með samningnum hefur Hafnarfjarðarbær vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stefnir bæjarfélagið að því að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi.
-
Stöðumat
Stöðumati skilað til UNICEF í byrjun mars 2024.
Stöðumat vegna UNICEF -
Fræðsla
Áframhaldandi fræðsla heldur áfram
-
Aðgerðaráætlun
Byrjað að vinna í aðgerðaáætlun í mars 2024
-
Framkvæmd
-
Skýrsla
-
Mat og viðurkenning
-
Ný markmið og endurmat

Barnvæn sveitarfélög
Hér er hægt að kynna sér frekar stefnu um barnvæn sveitarfélög.
Umboðsmaður barna
Hér er hægt að kynna sér frekar barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á vef umboðsmanns barna.
Heildarstefna 2035
Hér er hægt að kynna sér heildarstefnu Hafnarfjarðar til 2035 og innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna auk barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Ungmennaráð
Hér er hægt að kynna sér frekar starf ungmennaráðs í Hafnarfiði.
Barnvænt sveitarfélag

Handbók um undirbúningstíma á leikskólum
Handbók sem gefur hugmyndir um hvernig best megi nýta undirbúningstíma fyrir leikskólakennara er komin út. Bókin er samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Reykjavíkur…

Öskudagurinn á miðvikudag – Nú verður gaman!
Það styttist í einn skemmtilegasta dag ársins. Öskudaginn. Hann verður enn betri með heimsókn á bókasafnið, í Hafnarborg og þjónustuverið…

Atvinnutengt sumarúrræði fyrir ungt fólk með fötlun
Verkherinn er atvinnutengt sumarúrræði fyrir ungt fólk með fötlun eða skerta starfsgetu. Flestir fara út á almennan vinnumarkað einhvern tímann…

„Þetta er svo gaman“ – Tónlistarnámskeið fyrir 5 til 18 mánaða börn
„Þótt námskeiðið sé fyrir ung börn er þetta svo mikið gert fyrir foreldra,“ segir María Gunnarsdóttir, sem heldur tónlistarnámskeið fyrir…

Skrifað undir samning um innleiðingu skilnaðarráðgjafar
Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, og bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, undirrituðu í gær samkomulag um þátttöku bæjarins í tilraunaverkefni…