Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Það þótti viðeigandi að fyrsta hátíðin í Hafnarfirði í kjölfar Covid19 væri lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem allajafna er haldin í Hafnarborg í mars ár hvert. Hátíðin var einungis opin upplesurum og aðstandendum auk annarra þeirra sem hlutverk höfðu á hátíðinni.
Það þótti viðeigandi að fyrsta hátíðin í Hafnarfirði í kjölfar Covid19 væri lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem allajafna er haldin í Hafnarborg í mars ár hvert. „Um er að ræða uppskeruhátíð sem beðið er í ofvæni og í kristallast mikilvægi íslenskrar tungu, þrotlausar æfingar, árangur og eftirvænting“, eins og bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Rósa Guðbjartsdóttir, komst svo vel að orði í ræðu sinni á hátíðinni. Hátíðin var einungis opin upplesurum og aðstandendum auk annarra þeirra sem hlutverk höfðu á hátíðinni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði upplesara og gesti með nærveru sinni, afhenti bókagjafir og flutti stutt ávarp.
Verðlaunahópurinn með Forseta Íslands, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, formanni fræðsluráðs Hafnarfjarðar og móður upplestrarkeppninnar. Aftari röð f.v.: Kristín Thoroddsen formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, Ingibjörg Einarsdóttir upphafsmaður keppninnar og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Í fremri röð f.v. eru sigurvegarar keppninnar í ár: Dagbjörg Birna Sigurðardóttir í Setbergsskóla (3. verðlaun), Ellen María Arnarsdóttir í Hvaleyrarskóla (1. verðlaun) og Smári Hannesson í Lækjarskóla (3. verðlaun)
Stóra upplestrarkeppnin hófst sem tilraunaverkefni um upplestur veturinn 1996-1997. Hefur keppnin eflst og stækkað með hverju árinu og má nú finna þátttakendur og þar með fyrirmyndir í upplestri á íslenskri tungu í nær hverju sveitarfélagi landsins. Uppskeruhátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði var að þessu sinni haldin í Víðistaðakirkju og voru þar í aðalhlutverki 16 nemendur í 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar. Tveir nemendur frá hverjum grunnskóla stigu á stokk með faglegan og fallegan upplestur fyrir hönd síns skóla og fluttu texta og ljóð eftir skáld keppninnar. Skáld keppninnar í ár voru þeir Jón Jónsson úr Vör og Birkir Blær Ingólfsson sem einnig flutti hátíðarræðu. Afkomendur Jóns Jónssonar voru í salnum og voru þeir kallaðir upp og færðar gjafir. Nemendur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sungu og spiluðu á hljóðfæri og flutti Layan Ahmed Abukhalifa ljóð á arabísku. Forseti Íslands afhenti nemendum ljóðabók sem Félag íslenskra bókaútgefenda gaf öllum nemendum. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Rósa Guðbjartsdóttir, flutti ávarp og hvatti nemendur til dáða samhliða þökkum fyrir fallegan upplestur.
Stóra upplestrarkeppnin snýst ekki um að komast fyrstur í mark heldur um þjálfun og það að vanda sig í upplestri. Allir nemendur grunnskóla Hafnarfjarðar standa því uppi sem sigurvegarar eftir hátíðina. Fremst meðal jafningja voru þau Ellen María Arnarsdóttir í Hvaleyrarskóla sem hlaut 1. verðlaun fyrir upplestur sinn, Smári Hannesson í Lækjarskóla sem hlaut 2. verðlaun og Dagbjörg Birna Sigurðardóttir í Setbergsskóla sem hlaut 3. verðlaun. Kolbeinn Tumi Árnason fékk verðlaun fyrir boðskort hátíðarinnar. Viðurkenningar voru jafnframt veittar í smásagnasamkeppni grunnskólanna. Sagan Það skiptir nefnilega máli eftir Jón Ragnar Einarsson í 10. bekk Hraunvallaskóla lenti í fyrsta sæti, sagan Spegillinn eftir Guðmund Pétur Dungal Níelsson í 10. bekk í Víðistaðaskóla lenti í öðru sæti og í þriðja sæti lentu tvær sögur, Tvöföld gleði eftir Sögu Maríu Michaelsdóttur og Ættarleyndarmálið eftir Önnu Lilju D. Gunnarsdóttur en þær eru báðar í 10. bekk í Víðistaðaskóla.
Nýlega var Ingibjörg Einarsdóttir, upphafsmaður keppninnar, í viðtali í Vitanum hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar. Þar fer hún yfir sögu keppninnar, markmið og tilgang. Við hvetjum ykkur til að hlusta á viðtalið.
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…