Styrkir til menningarstarfsemi – frestur er 15. febrúar

Fréttir

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um menningarstyrk í fyrri úthlutun slíkra styrkja fyrir árið 2021. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 15. febrúar.

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um menningarstyrk í fyrri úthlutun slíkra styrkja fyrir árið 2021. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 15. febrúar.

Umsóknum er skilað inn með rafrænum hætti 

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 15. febrúar 2021.

Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að styðja við menningarstarfsemi í samræmi við menningarstefnu bæjarins og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar. Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða menningarviðburðir verða að tengjast Hafnarfirði á einhvern hátt. Með fastri búsetu, með því að viðburðurinn fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar. Ekki er styrkt til ferðalaga, náms og rekstrar.

Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Markmið, lýsing og tilefni umsóknar
  • Styrkupphæð
  • Tíma- og verkáætlun
  • Önnur fjármögnun
  • Kostnaðaráætlun

Menningar- og ferðamálanefnd metur umsóknir eftir markmiðum verkefna og hvernig þau nýtast til að efla fjölbreytt menningarlíf bæjarbúum og hafnfirskum listamönnum til góðs. Tekið er mið af raunhæfni verkefna, kostnaðaráætlun auk tíma- og verkáætlunar. Hægt er að sækja um samstarfssamning vegna lengri eða endurtekinna verkefna til allt að þriggja ára.

Úthlutunarreglur vegna menningarstyrkja

Umsóknum skal skila með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður á vef Hafnarfjarðarbæjar: www.hafnarfjordur.is Athugið að til þess að sækja um þarf að skrá sig inn á Mínar síður. Aðstoð við skráningu er hægt að fá hjá þjónustuveri Hafnarfjarðar í síma: 585-5500 | netfang: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2021.

Ábendingagátt