Sumarstörf unga fólksins – opið fyrir umsóknir

Fréttir

Fjölbreytt og spennandi sumarstörf og heilsueflandi hlunnindi eru í boði fyrir áhugasamt ungt fólk í dagvinnu, vaktavinnu og hlutastarfi þetta sumarið. Sumarið er tíminn til að rækta nýja hæfileika og öðlast dýrmæta reynslu. Umsóknarfrestur er ólíkur á milli starfa. ATH! Opnað verður fyrir umsóknir 13-16 ára í vinnuskóla um miðjan apríl.

 

Fjölbreytt og spennandi sumarstörf og heilsueflandi hlunnindi eru í boði fyrir áhugasamt ungt fólk í dagvinnu, vaktavinnu og hlutastarfi þetta sumarið. Sumarið er tíminn til að rækta nýja hæfileika og öðlast dýrmæta reynslu. Umsóknarfrestur er ólíkur á milli starfa.

ATH! Opnað verður fyrir umsóknir 13-16 ára í vinnuskóla um miðjan apríl.

Hvaða hæfileika og reynslu vilt þú rækta í sumar?
Hvaða hæfileika og reynslu vill þitt ungmenni rækta í sumar?

  • Sköpun og þjónusta
  • Stjórnun og leiðtogafærni
  • Menntun og lýðheilsa
  • Umönnun og þjónandi leiðsögn
  • Fegrun og umhirða

Dýrmæt reynsla og heilsueflandi hlunnindi

Sumarstarfsfólk Hafnarfjarðarbæjar fær frítt í sund í Hafnarfirði í allt sumar. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára eiga líka greiðan aðgang að ungmennahúsum Hafnarfjarðar þar sem boðið er upp á tómstundir, afþreyingu og samveru með jafnöldrum í öruggu og skapandi umhverfi. Ungmennahúsið Hamarinn er fyrir 16-25 ára og Músík & mótor fyrir 13-20 ára.

Skoða nánar

Ábendingagátt