Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Engidalsskóli við Breiðvang kúrir í hrauninu í Hafnarfirði, umvafinn fjölbreyttri náttúru. Í skólanum, sem er grunnskóli, eru um 190 nemendur í 1. til 6. bekk, auk frístundaheimilisins Álfakots. Skólinn endurheimti sjálfstæði sitt nú í haust eftir að hafa verið hluti af Víðistaðaskóla í 10 ár.
Engidalsskóli við Breiðvang kúrir í hrauninu í Hafnarfirði, umvafinn fjölbreyttri náttúru. Í skólanum, sem er grunnskóli, eru um 190 nemendur í 1. til 6. bekk, auk frístundaheimilisins Álfakots. Skólinn endurheimti sjálfstæði sitt nú í haust eftir að hafa verið hluti af Víðistaðaskóla í 10 ár. Skólastjórinn Margrét Halldórsdóttir er Bolvíkingur og stafaði áður sem sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar. Hún leggur áherslu á gleði, ábyrgð og virðingu í skólastarfinu auk þess sem hún sér mikil tækifæri í samþættingu.
Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti Margréti.
„Ég hafði svo sem enga tengingu við Hafnarfjörð áður en ég tók við starfi skólastjóra aðra en að ég æfði sund með Sundfélagi Hafnarfjarðar fyrir mörgum árum en bjó þá í Reykjavík. Fjölskyldan fluttist svo suður í sumar og ástæða þess að ég sótti um stöðuna var að ég heillast af bæjarbragnum hér, hann minnir á margan hátt á Ísafjörð,“ segir Margrét og bætir við að einnig hafi stærð Engidalsskóla, 190 nemendur og um 40 starfsmenn, heillað á þann hátt að auðvelt yrði að ná góðri yfirsýn og tengjast nemendum. „Ég kem til starfa á skrýtnum tímum vegna kórónuveirunnar og hefði auðvitað viljað geta haft skólann meira opinn fyrir foreldra og fá þannig tækifæri til að kynnast þeim betur. Foreldrafélag skólans var þó stofnað á Teams og ég hlakka til þegar það má bjóða þeim hingað inn.“
Engidalsskóli er grænfánaskóli og umhverfisteymi, skipað nemendum og starfsmönnum, leggur línurnar í umhverfismálum. Umhverfi skólans er einstakt og Margrét segir forréttindi að hafa slíkt útisvæði; það að sé mikið notað í frjálsum leik í frímínútum og í frístundaheimilinu Álfakoti, en líka í kennslu og þar fari því bæði fram formlegt og óformlegt nám. Leiðarljósin í skólastarfinu séu ábyrgð, virðing og vinátta. „Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér, náminu, eigin líðan og framkomu við aðra. Við berum líka ábyrgð á náunganum og sýnum vináttu og virðingu í samskiptum. Í haust hefur verið unnið sérstaklega með samskipti og vináttu, því það er grunnurinn að öllu, hvort sem um er að ræða einhvern sem stendur okkur mjög nærri eða ekki,“ segir Margrét.
Þegar talið berst að skólastarfinu segir Margrét að í því ástandi sem verið hefur á þessu hausti hafi starfsfólk við skólann sýnt flott frumkvæði svo hægt væri að halda skólastarfinu lifandi og skemmtilegu. „Það er ekki alltaf spennandi að sitja inni í sömu skólastofunni allan skólatímann og jafnvel sinna tómstundastarfinu þar líka. List- og verkgreinar hafa verið færðar inn í bekkjarstofur og töluverð útivist var langt fram á haust. Við höfum líka verið að leggja áherslu á líðan nemenda og samskipti. Þó leiðarljósin séu skýr þarf alltaf að minna á og þjálfa samskipti því allir eiga jú rétt á því að líða vel í skólanum.“
Auk stjórnendateymis skólans, kennara og skóla- og frístundaliða starfa þar einnig námsráðgjafar, sálfræðingur, þroskaþjálfar og hjúkrunarfræðingur. Margrét segist hafa trú á að það sé skynsamlegt að nýta upplýsingatæknina meira í fjölbreyttu skólastarfi. Hún hefur einnig áhuga á að samþætta frístundina meira inn í skólastarfið en gert er. „Það eru tækifæri í að horfa á dag barnsins í heild því allt sem fram fer á degi barns er nám og tækifærin liggja í meiri samþættingu.“ Hún nefnir í því samhengi listsköpun og tjáningu. „Gleðin þarf að vera við völd. Kennarinn á ekki að vera með eitthvað uppistand en hann þarf bara að vera meðvitaður um gleðina. Það fer ekkert nám fram ef ánægjan er ekki til staðar og við þurfum að komast þangað að allir geti verið sáttir og glaðir. Vellíðan, gleði og góð samskipti eru grunnurinn sem þarf að byggja á, svo getum við farið að spá í einkunnir í ákveðnum námsgreinum,“ segir Margrét að lokum.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…