Tækifæri til tónlistar fyrir fólk með fjölþættan vanda

Fréttir

Í vikunni var samstarfssamningur við Hljómu músíkmeðferð endurnýjaður og undirritaður í glæsilegum húsakynnum Hljómu á Austurgötu 38. Formlegt samstarf Hafnarfjarðarbæjar og Hljómu hófst sem tilraunaverkefni fyrir ári síðan og hefur ákvörðun um áframhald til eins árs verið tekin í ljósi ánægju og árangurs með verkefnið.

Áframhaldandi samstarf í músíkmeðferð fyrir börn og ungmenni

Í vikunni var samstarfssamningur við Hljómu músíkmeðferð endurnýjaður og undirritaður í glæsilegum húsakynnum Hljómu á Austurgötu 38. Formlegt samstarf Hafnarfjarðarbæjar og Hljómu hófst sem tilraunaverkefni fyrir ári síðan og hefur ákvörðun um áframhald til eins árs verið tekin í ljósi ánægju og árangurs með verkefnið. Í Hljómu er veitt músíkmeðferð fyrir börn og ungmenni sem eru að takast á við fjölbreyttar áskoranir og fá þau tækifæri til að nálgast og njóta tónlistar á eigin forsendum. Yngsti nemandinn er 2 ára og sá elsti 18 ára.

Sérsmíðuð hljóðfæri sérsniðin að þörfum ólíkra einstaklinga

Hljóma, undir stjórn Ingu Bjarkar Ingadóttur, veitir músíkmeðferð fyrir börn og ungmenni með margvíslegar áskoranir, svo sem fötlun, geðrænan- og tilfinningalegan vanda, áföll og félagslega erfiðleika. Hljóma er til húsa í hjarta Hafnarfjarðar og hefur Inga Björk komið upp fallegri og skapandi aðstöðu fyrir músíkmeðferð og tónlistarkennslu. Í gegnum árin hefur Inga safnað að sér fjölda hljóðfæra, bæði hefðbundinna hljóðfæra og fjölbreyttu safni sérsmíðaðra hljóðfæra sem sérsniðin eru að þörfum ólíkra einstaklinga með mismunandi áskoranir.

Eldri tilkynning um tilraunaverkefni til eins árs – Músíkmeðferð fyrir börn og ungmenni | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Ábendingagátt